Lífið

Viðar Örn einhleypur

Stefán Árni Pálsson skrifar
Viðar Örn í leik með Vålerenga.
Viðar Örn í leik með Vålerenga. GETTY/STANISLAV KRASILNIKOV

Norski miðillinn Verdens Gang greinir frá því að knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson sé einhleypur.

Viðar Örn er atvinnumaður í knattspyrnu og leikur með Vålerenga í norsku úrvalsdeildinni og hefur einnig leikið með íslenska landsliðinu í knattspyrnu.

Viðar Örn staðfestir þetta í samtali við VG en tekur það fram að annars vilji hann ekki tjá sig nánar um einkalíf sitt. 

Viðar hefur verið í sambandi með Thelmu Rán Óttarsdóttur og eiga þau saman fimm ára dreng, hann Henning.

Í samtali við VG segir Viðar að vandamál í einkalífinu hafi truflað hann á vellinum að undanförnu og að hann hafi ekki farið nægilega vel af stað í norsku deildinni.

 
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.