Atli semur tónlist fyrir risakvikmynd, fimm seríur og stóran tölvuleik Stefán Árni Pálsson skrifar 18. maí 2021 10:31 Atli Örvars hefur gert það gott undanfarin ár í kvikmyndabransanum. Mynd/SKAPTI HALLGRÍMSSON fyrir Akureyri.net „Þetta er svona þægileg innivinna. Ég er í því að gera tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarp mestmegnis. Einstaka sinnum tek ég mér frí frá því að vinn mín eigin verk,“ segir tónlistarmaðurinn Atli Örvarsson í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann hefur slegið í gegn sem tónsmiður fyrir stór alþjóðleg kvikmyndaverk og þætti. Hann samdi til að mynda tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell. Í júní verður kvikmyndin The Hitman's Wife's Bodyguard frumsýnd en tónlistinni í kvikmyndinni er eftir Atla. Í myndinni fara Ryan Reynolds, Samuel L. Jackson, Frank Grillo, Salma Hayek, Morgan Freeman, Antonio Banderas og fleiri með hlutverk. „Þetta er frekar stórt mál því undanfarið ár hafa fáir treyst sér í kvikmyndahús en núna þegar þetta er að opnast og ástandið að breytast t.d. í Bandaríkjunum og aðsókn er greinilega að aukast. Þetta er svolítið skemmtilegur tími til þess að koma með svolítið stóra mynd.“ Hann segir að um sé að ræða framhaldsmynd en kvikmyndin The Hitman's Bodyguard kom út árið 2017. Þá sá Atli einnig um tónlistina og vildi leikstjórinn Patrick Hughes aftur starfa með honum. Atli hefur samið mörg verk í ameríska sjónvarpsþætti. „Ég er með tónlist í fimm þáttum núna. Ég er með tónlist í þremur Chicago seríum, Fire, PD og Med á sjónvarpsstöðinni NBC. Svo er ég með tónlist í tveimur FBI seríum á CBS. Ég er ekki einn við þetta, þetta er svo mikil vinna og er ég með teymi af fólki sem er að hjálpa mér. Bæði hér og í Bandaríkjunum.“ Atli segist einnig vera semja tónlist fyrir stóran tölvuleik. „Ég hef aðeins snert á þeim bransa. Ekki margir sem vita það að tölvuleikjabransinn er fjórum sinnum stærri en kvikmyndabransinn í ársveltu. Þar er gríðarlega mikið lagt í tónlistina. T.d. er tölvuleikur, sem ég má alls ekki nefna á nafn, og tónlistin fyrir hann verður tekið upp í Hofi með Sinfonia Nord núna í sumar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Atla. Tónlist Bíó og sjónvarp Leikjavísir Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira
Hann hefur slegið í gegn sem tónsmiður fyrir stór alþjóðleg kvikmyndaverk og þætti. Hann samdi til að mynda tónlistina í Eurovision-mynd Will Ferrell. Í júní verður kvikmyndin The Hitman's Wife's Bodyguard frumsýnd en tónlistinni í kvikmyndinni er eftir Atla. Í myndinni fara Ryan Reynolds, Samuel L. Jackson, Frank Grillo, Salma Hayek, Morgan Freeman, Antonio Banderas og fleiri með hlutverk. „Þetta er frekar stórt mál því undanfarið ár hafa fáir treyst sér í kvikmyndahús en núna þegar þetta er að opnast og ástandið að breytast t.d. í Bandaríkjunum og aðsókn er greinilega að aukast. Þetta er svolítið skemmtilegur tími til þess að koma með svolítið stóra mynd.“ Hann segir að um sé að ræða framhaldsmynd en kvikmyndin The Hitman's Bodyguard kom út árið 2017. Þá sá Atli einnig um tónlistina og vildi leikstjórinn Patrick Hughes aftur starfa með honum. Atli hefur samið mörg verk í ameríska sjónvarpsþætti. „Ég er með tónlist í fimm þáttum núna. Ég er með tónlist í þremur Chicago seríum, Fire, PD og Med á sjónvarpsstöðinni NBC. Svo er ég með tónlist í tveimur FBI seríum á CBS. Ég er ekki einn við þetta, þetta er svo mikil vinna og er ég með teymi af fólki sem er að hjálpa mér. Bæði hér og í Bandaríkjunum.“ Atli segist einnig vera semja tónlist fyrir stóran tölvuleik. „Ég hef aðeins snert á þeim bransa. Ekki margir sem vita það að tölvuleikjabransinn er fjórum sinnum stærri en kvikmyndabransinn í ársveltu. Þar er gríðarlega mikið lagt í tónlistina. T.d. er tölvuleikur, sem ég má alls ekki nefna á nafn, og tónlistin fyrir hann verður tekið upp í Hofi með Sinfonia Nord núna í sumar.“ Hér að neðan má hlusta á viðtalið við Atla.
Tónlist Bíó og sjónvarp Leikjavísir Mest lesið Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Lífið Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Lífið Á spítala eftir samfarir við 583 menn Lífið „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ Lífið Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Lífið Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Lífið Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Lífið Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði Lífið „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Lífið Iðnaðarmaður ársins 2025 - Elsa er komin í úrslit Lífið samstarf Fleiri fréttir Eva Laufey og Haraldur selja húsið á Skaganum Gellur fjölmenntu í sumarpartý Ingu Lindar Nadía og Arnar selja fallegt hús í Hafnarfirði „Hæ allir saman, kjósið New Day Will Rise“ „Erum við að reyna fá fólk til þess að vera svikara“ Á spítala eftir samfarir við 583 menn Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Níu ára toppaði Hvannadalshnjúk og renndi sér niður Ósérhlífinn starfsmaður bjargaði ómvölum frá endurvinnslu Kim „loksins“ útskrifuð Frumsýning á Cannes og gullhamrar Bill Murray: „Nú er ég búin að toppa mig algjörlega“ Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Sjá meira