Enski boltinn

Vardy svaf með gullmedalíuna

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gleðin var við völd hjá Leicester um helgina.
Gleðin var við völd hjá Leicester um helgina. Michael Regan/Getty

Jamie Vardy, framherji Leicester, virðist heldur betur vera ánægður með sigurinn í enska bikarnum um helgina því hann sefur með gullmedalíuna.

Leicester var enskur bikarmeistari um helgina en þeir unnu 1-0 sigur á Chelsea. Sigurmarkið skoraði Youri Tielemans og það var af dýrari gerðinni.

Þetta var fyrsti bikarmeistaratitill Leicester í sögunni en Vardy hefur nú skorað í öllum umferðum bikarsins, fram að úrslitaleiknum.

Vardy svaf með medalíuna eftir úrslitaleikinn en hann birti mynd af sér upp í rúmi með medalíuna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hann sefur með medalíuna því hann gerði það einnig árið 2016 er Leicester varð Englandsmeistari.

Þá skoraði Vardy 24 mörk er Leicester varð enskur meistari, þvert á spár allra en þeir unnu svo sinn fyrsta enska bikarmeistaratitil fyrir framan rúmlega tuttugu þúsund manns á Wembley á laugardag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.