Innlent

Ertu í ofbeldisfullu sambandi? Taktu prófið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
FotoJet (25)

Árleg forvarnarherferð Stígamóta – SJÚKÁST – um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna er komin í loftið. Hluti af herferðinni er svokallað sambandspróf þar sem fólk fær svör við spurningum um hvort hlutir sem komi upp í samböndum séu heilbrigðir eða ekki og í versta falli ofbeldi.

Í ár leggja Stígamót sérstaka áherslu á að ungt fólk þekki muninn á heilbrigðum, óheilbrigðum og ofbeldisfullu samböndum og hafa til þess sett í loftið sambandspróf á heimasíðu átaksins, www.sjukast.is.

Er þetta ást? er spurningar sem fólk er hvatt til að spyrja sig, ekki síst unga fólkið sem forvarnarherferðinni er beint sérstaklega að.Stígamót

„Sambandsprófið er byggt á reynslu okkar á Stígamótum og inniheldur raunveruleg dæmi sem komið hafa upp í ráðgjöf. Það er mikilvægt að vita hvað er í lagi og hvað ekki, svo hægt sé að rækta heilbrigð samskipti í sambandinu og þekkja hættumerki. Það er hjálplegt bæði til að breyta og bæta eigin hegðun sem og að átta sig á því ef verið er að beita mann ofbeldi,“ segir Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir talskona Stígamóta.

Sambandsprófið byggir á sambandsrófinu sem má sjá hér

Til að vekja athygli á sambandsprófinu fengu Stígamót til liðs við sig áhrifavaldana Patrek Jamie, Villa Netó, DJ Dóru Júlíu, Emblu Wigum, Kristófer Acox og Helga Ómarsson til að velta fyrir sér og ræða spurningar í sambandsprófinu.

Þau velta fleiri hlutum fyrir sér í myndbandinu að neðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.