Lífið samstarf

Nýjar vörur frá Locobase fyrir viðkvæma húð

Alvogen
Nýja sturtuolían og bodylotionið frá Locobase eru þróuð af húðlæknum. 
Nýja sturtuolían og bodylotionið frá Locobase eru þróuð af húðlæknum. 

Húðvörurnar frá Locobase eru þróaðar af húðlæknum. Nú hafa tvær nýjar vörur bæst við línuna. 

Tvær nýjar vörur í Locobase línunni voru að koma á markað í fyrsta sinn í 20 ár. Vörurnar heita Locobase Everyday Special Shower oil og Locobase Everyday Special Body lotion og eru eins og nöfnin gefa til kynna, sturtuolía og body lotion.

Unnur Sverrisdóttir lyfjafræðingur hjá Alvogen

„Vörurnar voru sérstaklega þróaðar fyrir einstaklinga með þurra og viðkvæma húð þó þær henti auðvitað öllum húðgerðum. Þeir sem kljást við húðvandamál eða hafa almennt viðkvæma húð þekkja það vel að mikill dagamunur getur verið á húðinni og sumir dagar eru einfaldlega verri en aðrir. Það er erfitt að ætla að forðast alla þá þætti sem geta verið ertandi fyrir húðina en nýju Locobase vörurnar stuðla að fleiri góðum húðdögum og eru ætlaðar til daglegrar notkunar.“ útskýrir Unnur Sverrisdóttir, lyfjafræðingur hjá Alvogen. 

„Vörurnar innihalda báðar hátt fituinnihald eða 70% fitu og veita langvarandi raka og mýkt. Þær slá á kláða og óþægindi og róa og styrkja húðina. Einnig hreinsar sturtolían húðina. Mikill kostur við kremið er að það frásogast hratt inn í húðina og klístrast ekki. Eins og aðrar vörur í Locobase línunni henta þær fullorðnum og börnum frá 3ja mánaða aldri og innihalda hvorki ilm- né litarefni.“

Þróuð af húðlæknum

Locobase þekkja flestir en vörurnar hafa notið mikilla vinsælda síðustu áratugi. Locobase eru vörur fyrir hin ýmsu húðvandamál eins og exem og viðkvæma, þurra og skaddaða húð. Locobase vörurnar voru þróaðar fyrir um 30 árum af húðlæknum í Skandinavíu.

„Húðlæknunum fannst vanta krem á markað sem hentugt væri að nota samhliða kremum sem innihalda stera og eins í kjölfar notkunar á sterakremi. Þeir þróuðu því sína eigin húðlínu og útkoman var Locobase,“ segir Unnur en Locobase vörurnar hafa hlotið viðurkenningu frá dönsku, sænsku og norsku astma- og ofnæmissamtökunum.

Góð og mikil virkni

Unnur segir þónokkrar klínískar rannsóknir hafi verið gerðar á Locobase sem allar sýna fram á góða virkni Locobase. Locobase kremin sem eru nú þegar á markaði eru Locobase Fedtcreme, Locobase Repair og Locobase LPL.

„Locobase Fedtkrem og Locobase Repair eru ætluð fyrir einstaklinga með viðkvæma húð eða húðvandamál og þetta eru fjölskyldukrem, þau henta bæði ungabörnum og aldraðri húð,“ segir Unnur en Locobase Fedtkrem inniheldur 70% fitu og er t.d. notað á þurra húð og exem. Locobase Repair inniheldur 63% fitu og er einnig græðandi. „Það hentar t.d. vel á mjög þurra og skaddaða húð og einnig við langvarandi húðvandamálum,“ segir Unnur. 

Nota má fyrrgreind krem bæði á andlit og líkama og þau veita langvarandi raka og áhrif. „Notkun Locobase er víðtæk og auk þess að henta viðkvæmri, þurri og laskaðri húð má t.d. nota kremin á varir, aumar geirvörtur, rauða bleyjubossa og sem kuldakrem. Locobase LPL kremið inniheldur hinsvegar 49% fitu og er eingöngu ætlað á þykka, hreistraða og harða húð en LPL leysir upp hart hreisturlag sem getur myndast t.d. á hælum og olnbogum. Locobase LPL er ekki ætlað börnum nema í samráði við lækni og skal ekki nota í andlit.“

Locobase vörurnar fást í næsta í apóteki.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.