Krefja íslensk stjórnvöld um viðskiptabann gegn Ísrael Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. maí 2021 12:17 Guðfinnur Sveinsson verður fundarstjóri á mótmælafundinum á Austurvelli í dag. Myndin til hægri er frá sambærilegum mótmælafundi í Brussel í Belgíu í gær. Vísir/EPA Félagið Ísland Palestína krefst þess að íslensk stjórnvöld beiti Ísrael viðskiptaþvingunum vegna árása á Gasa. Félagið boðar til mótmælafundar á Austurvelli klukkan eitt og býst við fjölmenni. Á sjötta hundrað manns hafa boðað komu sína á mótmælafundinn í dag og rúmlega þúsund til viðbótar lýst yfir áhuga, að því er fram kemur á síðu viðburðarins á Facebook. Ræðumenn á fundinum verða þær Falasteen Abu Libdeh og Rósa Björk Brynjólfsdóttir en fundarstjórn verður í höndum Guðfinns Sveinssonar. Hann segir félagið Ísland Palestínu beina þremur kröfum að íslenskum stjórnvöldum. „Við viljum að viðskiptabann verði sett á Ísrael þar til að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah verði hætt og að linnulausum árásum á Gasa-svæðið linni, sem við erum búin að vera að horfa upp á síðustu daga og að landrán á landi Palestínumanna verði stöðvað og að landinu verði skilað til baka. Þarna er um að ræða landtökubyggðir Ísraels sem öll ríki heims, líklega nema Bandaríkin og Ísrael, eru sammála um að standist alls ekki í alþjóðalög.“ Íslensk stjórnvöld hafi að mati félagsins alls ekki brugðist nógu hart við framgöngu Ísraels á Gasasvæðinu síðustu daga. „Við sjáum að ríkisstjórnin er gríðarlega klofin í þessu máli. Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð innihaldslitlar yfirlýsingar sjálf, hún tekur undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og mér finnst það ekki vera nóg,“ segir Guðfinnur. Hann telur að Íslendingar láti sig nú sérstaklega margir varða átökin á Gasasvæðinu. „Mér heyrist margir ætla að mæta, fyrir utan það að það er náttúrulega gott veður. Þannig að það verður baráttustemning á Austurvelli, ég hef ekki trú á öðru.“ Palestína Ísrael Tengdar fréttir STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
Á sjötta hundrað manns hafa boðað komu sína á mótmælafundinn í dag og rúmlega þúsund til viðbótar lýst yfir áhuga, að því er fram kemur á síðu viðburðarins á Facebook. Ræðumenn á fundinum verða þær Falasteen Abu Libdeh og Rósa Björk Brynjólfsdóttir en fundarstjórn verður í höndum Guðfinns Sveinssonar. Hann segir félagið Ísland Palestínu beina þremur kröfum að íslenskum stjórnvöldum. „Við viljum að viðskiptabann verði sett á Ísrael þar til að þjóðernishreinsunum í Sheikh Jarrah verði hætt og að linnulausum árásum á Gasa-svæðið linni, sem við erum búin að vera að horfa upp á síðustu daga og að landrán á landi Palestínumanna verði stöðvað og að landinu verði skilað til baka. Þarna er um að ræða landtökubyggðir Ísraels sem öll ríki heims, líklega nema Bandaríkin og Ísrael, eru sammála um að standist alls ekki í alþjóðalög.“ Íslensk stjórnvöld hafi að mati félagsins alls ekki brugðist nógu hart við framgöngu Ísraels á Gasasvæðinu síðustu daga. „Við sjáum að ríkisstjórnin er gríðarlega klofin í þessu máli. Katrín Jakobsdóttir er með nokkuð innihaldslitlar yfirlýsingar sjálf, hún tekur undir með aðalframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna og mér finnst það ekki vera nóg,“ segir Guðfinnur. Hann telur að Íslendingar láti sig nú sérstaklega margir varða átökin á Gasasvæðinu. „Mér heyrist margir ætla að mæta, fyrir utan það að það er náttúrulega gott veður. Þannig að það verður baráttustemning á Austurvelli, ég hef ekki trú á öðru.“
Palestína Ísrael Tengdar fréttir STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54 Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54 VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Sjá meira
STÖÐVUM BLÓÐBAÐIÐ - FRJÁLS PALESTÍNA 126 manneskjur myrtar á fimm dögum, þar af 31 barn. Sjö manns munu hafa fallið Ísraels megin og þar af eitt barn. Og meðan þessar tölur eru settar á blað, þá hækka þær stöðugt. 15. maí 2021 10:54
Átta börn féllu í einni loftárás Tíu féllu, þar af átta börn í einni loftárás Ísraelsmanna á hús í flóttamannabúðum á Gasa-ströndina í nótt. Þetta mannskæðasta loftárásin hingað til. Þá voru minnst ellefu Palestínumenn skotnir til bana af öryggissveitum við mótmæli á Vesturbakkanum. 15. maí 2021 08:54
VG fordæmir meðferð Ísraela á Palestínumönnum Þingflokkur Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs fordæmir valdníðslu, margendurteknar landtökur og brottvísanir palestínskra heimamanna úr byggðum sem svo eru eyðilagðar og lagðar undir ísraelska landtökumenn. 14. maí 2021 12:50