„Alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta" Birgir Olgeirsson skrifar 14. maí 2021 23:03 Hér má sjá varnargarðinn sem reisa á vestanmegin á svæðinu. Vísir/Arnar Ekki er víst að varnargarðar, sem byrjað var að reisa ofan við Nátthaga nótt, muni duga til að koma í veg fyrir að hraun renni yfir Suðurstrandaveg. Einn af hönnuðum garðanna segir framkvæmdina mikilvæga tilraun sem vert sé að reyna. Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Hraunflæði hefur að mestu verið til norðausturs í Meradali en hluti rennur inn á svæði sem kallað hefur verið Nafnlausidalur en er í raun syðsti hluti Meradala. Byrjað var að hanna varnargarða tveimur vikum áður en gos hófst í Geldingadölum 19. mars síðastliðinn. Óttast var að hraun myndi renna í Nátthaga og ætti þá greiða leið yfir ljósleiðara og Suðurstrandaveg, sem eru afar mikilvægir innviðir fyrir Grindavík og nágrannabyggðir á Suðurnesjum. Reisa á tvo garða til að þvera skörð í Meradölum og varna því að gosið fari í Nátthaga. Er vonast til að þannig megi halda hraunflæðinu í núverandi mynd og það renni síðan til austurs. Áætlað er að ljúka verkinu á þremur til fjórum dögum. Garðarnir verða í fjögurra metra hæð fyrst um sinn en hönnunin gerir ráð fyrir að hækka megi þá um fjóra metra til viðbótar. Ari Guðmundsson, verkfræðingur hjá Verkís, kom að hönnun garðanna ásamt fleiri verkfræðingum hjá Verkís. Hann segir reynsluna hafa sýnt erlendis og í Vestmannaeyjagosinu að hraun getur verið hærra aftan við varnargarðana en þeir samt skilað tilætluðum árangri. „En við munum fylgjast vel með þróuninni og hækka þá ef þurfa þykir,“ segir Ari. En hverjar telur hann líkurnar á að þetta virki? „Þetta er alveg þess virði og nauðsynlegt að reyna þetta. Suðurstrandavegurinn er mikilvægur fyrir svæðið og við vinnum okkur inn töluverðan tíma með því að beina rennslinu í Merardali. Það er alveg þess virði,“ segir Ari. Óvænt breyting varð á hraunrennslinu í gær sem gerði það að verkum að hraunkanturinn nálgaðist svæðið í Nafnlausdalnum mun hraðar en áður. Var þá rokið af stað með vinnuvélar á svæðið og nóttin nýtt til að koma verkinu af stað. Þó gosið hafi tekið miklum breytingum frá því það hófst í mars segir Ari að það hafa haldist í takt við þau hraunlíkön sem voru notuð til að spá fyrir framþróun þess. Í Vestmannaeyjagosinu var vatnskælingu beitt til að reyna að hemja hraunrennslið. Ari segir ekki standa til að beita slíkri aðferð í þetta skiptið. „Nei, það voru varnargarðar þar líka sem skiluðu árangri og fór ekki eins hátt í fréttum. Hér komumst við ekki í vatn en fyrst og fremst voru það varnargarðarnir sem skiluðu árangri.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira