Innlent

Lög­reglan reynir að stað­setja dular­fulla ljós­mynd og leitar til al­mennings

Eiður Þór Árnason skrifar
Ljósmyndin sem um ræðir virðist sýna fótlegg í látlausu svefnherbergi.
Ljósmyndin sem um ræðir virðist sýna fótlegg í látlausu svefnherbergi. Lögreglan á Suðurnesjum

Lögreglan á Suðurnesjum óskar eftir aðstoð almennings við að finna tökustað ljósmyndar sem hún hefur undir höndum. Myndin er sögð tengjast máli sem embættið er með til rannsóknar en ekki er greint nánar frá eðli málsins.

Að sögn lögreglu er talið að ljósmyndin sé tekin í Keflavík en vonast hún til að finna nánari staðsetningu.

„Við áttum okkur á að þessi mynd sýnir ekki mikið en fyrir þá sem þekkja til þá mega þeir endilega senda okkur skilaboð eða tölvupóst,“ segir í óvenjulegri færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Suðurnesjum.

Uppfært klukkan 22:05: Lögreglan hefur fundið vettvanginn. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.