Innlent

Peningar óþokkans runnu til góð­gerðar­mála

Jakob Bjarnar skrifar
Óþokkinn narraði stúlkuna til að senda sér myndir af sér fáklæddri gegn greiðslu. Málið er til rannsóknar en greiðsla netníðingsins hefur verið látin renna til góðgerðarmála.
Óþokkinn narraði stúlkuna til að senda sér myndir af sér fáklæddri gegn greiðslu. Málið er til rannsóknar en greiðsla netníðingsins hefur verið látin renna til góðgerðarmála. NORDICPHOTOS/GETTY

Móðir lét peninga sem dóttir hennar fékk fyrir kynferðislegar myndir af sér til níðings á netinu renna til SOS barnaþorpa á Íslandi.

Þetta kemur fram á heimasíðu samtakanna. Framlagið, sem kemur að góðum notum, koma ekki til af góðu. Kynferðisbrotamaður setti sig í samband við stúlku á netinu. Hún er á efsta stigi í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Maðurinn sannfærði stúlkuna um að senda honum kynferðislegar myndir af sér gegn greiðslu.

Móðir stúlkunnar tilkynnti netglæp þennan til lögreglunnar sem nú hefur málið til rannsóknar. Móðirin, sem óskaði nafnleyndar við SOS, vildi á einhvern hátt skila peningunum sem stúlkan fékk fyrir myndirnar og var henni ráðlagt að gefa peninginn til góðgerðarmála.

„Henni fannst verkefni SOS á Íslandi gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó vera sérstaklega viðeigandi í þessu tilfelli og ákvað því að styrkja það. Við hjá SOS virðum ósk móðurinnar um nafnleynd. Henni fannst þó mikilvægt að segja frá þessari erfiðu reynslu og vekja athygli á þessari ógn sem svo sannarlega er til staðar hér á Íslandi,“ segir á heimasíðu samtakanna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×