Fótbolti

Ari Freyr borinn af velli

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ari Freyr fór meiddur af velli í dag.
Ari Freyr fór meiddur af velli í dag. Aftonbladet

Vinstri bakvörðurinn Ari Freyr Skúlason var borinn af velli í 1-1 jafntefli Norrköping og Degerfoss í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Ari Freyr og Ísak Bergmann Jóhannesson voru báðir í byrjunarliði Norrköping í dag. Liðið komst yfir með marki Samuel Adegbenro á 38. mínútu en gestirnir jöfnuðu á þeirri 58. og þar við sat.

Ari Freyr fór meiddur af velli þegar stundarfjórðungur lifði leiks. Meiðslin lýta ekki vel út en Ari Freyr var borinn af velli. 

Þetta er áhyggjuefni fyrir Norrköping, Ara Frey sjálfan og svo íslenska landsliðið en liðið er einkar fáliðað er kemur að örfvættum varnarmönnum þessa dagana þar sem Hörður Björgvin Magnússon sleit hásin fyrir ekki svo löngu síðan.

Norrköping er í 2. sæti deildarinnar með 11 stig að loknum sex leikjum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.