Gömul og ný tré urðu eldinum í Heiðmörk að bráð Kjartan Kjartansson skrifar 13. maí 2021 16:34 Leifar af birkiskógi og gulvíði sem brann illa í eldinum í Heiðmörk í síðustu viku. Járngerður Grétarsdóttir Birki og stafafura sem hafði verið gróðursett voru á stórum hluta þess lands sem brann í gróðureldinum í Heiðmörk í síðustu viku. Gamall birkiskógur varð eldinum, sem er talinn hafa raskað smádýra- og fuglalífi, einnig að bráð. Eldurinn kviknaði í viðvarandi þurrkatíð þriðjudaginn 4. maí. Ekki sér enn fyrir endann á þurrkinum og lýstu almannavarnir yfir hættustigi vegna gróðurelda í gær. Upphaflega áætlaði slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að um tveir ferkílómetrar lands hefðu brunnið, um 200 hektarar. Mælingar Skógræktarfélags Reykjavíkur bentu þó til þess að svæðið væri töluvert minna, 61 hektari. Náttúrufræðistofnun Íslands birti í gær niðurstöður úr úttekt sinni á svæðinu. Stofnunni telst til að 56,6 hektarar við Hnífshól í suðvesturhluta Heiðmerkur, milli Löngubrekkna og Hjalla, rúma tvo kílómetra norðaustur af Búrfelli, hafi brunnið. Miðað við það var eldurinn í Heiðmörk þriðji stærsti gróðureldur á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði sem kviknaði í loks mars árið 2006. Svæðið er þurrlendi og þöktu gamlar lúpínubreiður stærsta hluta þess. Þar höfðu þó verið gróðursettar ýmsar trjátegundir, þar á meðal birki og stafafura. Gróðursett hafði verið á tæpum fjörutíu hekturum en rúmir tíu hektarar voru lúpínubreiður þar sem ekki hafði verið gróðursett, að því er segir í tilkynningu á vef Náttúrufræðistofnunar. Kort af svæðinu sem brann í Heiðmörk þriðjudaginn 4. maí 2021.Sigmar Metúsalemsson Verður tíma að jafna sig en sumt gæti endurnýjað sig Tré, runnar, mosi og lyng var allt illa brunnið. Neðst í hlíðinni við Löngubrekkur var grasmói með gulvíðiflesjum sem einnig hafði brunnið illa. Svæðið var meir og minna albrunnið, allur gróður á svæðinu brunnin til ösku og óbrunnir blettir í gróðursverðinum voru fáir. „Gera má ráð fyrir að gróður á brunna svæðinu í Heiðmörk verði nokkurn tíma að jafna sig, einkum trjágróður og lyngtegundir,“ segir stofunin. Bruni gæti þó valdið vissri endurnýjun hjá sumum tegundum. Dæmi séu um að grös, starir og blómjurtir sleppi oft vel og vaxi upp af rót. Ummerki eftir eldinn í Heiðmörk. Birkitré sem voru gróðursett innan um lúpínu brunnu þar.Járngerður Grétarsdóttir Samfélag smádýra gæti tekið breytingum Gert er ráð fyrir að eldurinn í Heiðmörk hafi mikil áhrif á smádýr á svæðinu því jarðvegur var þurr segir Náttúrufræðistofnun að svörður gæti hafa kolast nokkuð niður. „Á þessum tíma er smádýralífið viðkvæmt, margt smádýrið enn á dvalastigi í jarðvegi, jafnt fullþroska dýr, egg, lirfur og púpur. Það á mikið verk fyrir höndum að koma til baka, í hvaða mynd það verður endurheimt er erfitt að segja til um. Samfélag þeirra gæti tekið breytingum,“ segir í tilkynningunni. Algengustu fuglarnir á svæðinu eru smádýraætur eins og skógarþrestir, hrossagaukar og þúfutittlingar sem verpa þar í tuga eða hundraða tali. „Hætt er við að talsvert af hreiðrum fugla sem verpa snemma hafi misfarist. Þeir munu eiga erfitt uppdráttar á brunna svæðinu í ár en veðurfar og þó einkum úrkoma á næstu vikum mun skera úr um það hvort eitthvað varp verði þarna í sumar. Langtímaáhrif á fuglalíf verða væntanlega óveruleg,“ að mati stofnunarinnar. Hagamýs eru algengar og útbreiddar í Heiðmörk. Þegar bruninn varð var tímgun nýhafin og músakerlingar nýgotnar með unga í holum sínum. Mýs sem náðu að forða sér undan eldinum gætu átt möguleika á að tímgast aftur því þær eru móttækilegar fljótlega eftir got. Náttúrufræðistofnun telur að áhrif brunans ættu ekki að skaða stofninn til langs tíma jafnvel þó að hagamýsnar á brunasvæðinu hafi efalaust orðið fyrir miklum skakkaföllum. Gróðureldar í Heiðmörk Umhverfismál Gróðureldar á Íslandi Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Hættustig vegna hættu á gróðureldum Búið er að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum allt frá Breiðafirði og austur undir Eyjafjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi tekið þessa ákvörðun, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi. 11. maí 2021 12:03 Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. 11. maí 2021 11:25 „Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5. maí 2021 20:02 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Eldurinn kviknaði í viðvarandi þurrkatíð þriðjudaginn 4. maí. Ekki sér enn fyrir endann á þurrkinum og lýstu almannavarnir yfir hættustigi vegna gróðurelda í gær. Upphaflega áætlaði slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu að um tveir ferkílómetrar lands hefðu brunnið, um 200 hektarar. Mælingar Skógræktarfélags Reykjavíkur bentu þó til þess að svæðið væri töluvert minna, 61 hektari. Náttúrufræðistofnun Íslands birti í gær niðurstöður úr úttekt sinni á svæðinu. Stofnunni telst til að 56,6 hektarar við Hnífshól í suðvesturhluta Heiðmerkur, milli Löngubrekkna og Hjalla, rúma tvo kílómetra norðaustur af Búrfelli, hafi brunnið. Miðað við það var eldurinn í Heiðmörk þriðji stærsti gróðureldur á Íslandi frá brunanum mikla á Mýrum í Borgarfirði sem kviknaði í loks mars árið 2006. Svæðið er þurrlendi og þöktu gamlar lúpínubreiður stærsta hluta þess. Þar höfðu þó verið gróðursettar ýmsar trjátegundir, þar á meðal birki og stafafura. Gróðursett hafði verið á tæpum fjörutíu hekturum en rúmir tíu hektarar voru lúpínubreiður þar sem ekki hafði verið gróðursett, að því er segir í tilkynningu á vef Náttúrufræðistofnunar. Kort af svæðinu sem brann í Heiðmörk þriðjudaginn 4. maí 2021.Sigmar Metúsalemsson Verður tíma að jafna sig en sumt gæti endurnýjað sig Tré, runnar, mosi og lyng var allt illa brunnið. Neðst í hlíðinni við Löngubrekkur var grasmói með gulvíðiflesjum sem einnig hafði brunnið illa. Svæðið var meir og minna albrunnið, allur gróður á svæðinu brunnin til ösku og óbrunnir blettir í gróðursverðinum voru fáir. „Gera má ráð fyrir að gróður á brunna svæðinu í Heiðmörk verði nokkurn tíma að jafna sig, einkum trjágróður og lyngtegundir,“ segir stofunin. Bruni gæti þó valdið vissri endurnýjun hjá sumum tegundum. Dæmi séu um að grös, starir og blómjurtir sleppi oft vel og vaxi upp af rót. Ummerki eftir eldinn í Heiðmörk. Birkitré sem voru gróðursett innan um lúpínu brunnu þar.Járngerður Grétarsdóttir Samfélag smádýra gæti tekið breytingum Gert er ráð fyrir að eldurinn í Heiðmörk hafi mikil áhrif á smádýr á svæðinu því jarðvegur var þurr segir Náttúrufræðistofnun að svörður gæti hafa kolast nokkuð niður. „Á þessum tíma er smádýralífið viðkvæmt, margt smádýrið enn á dvalastigi í jarðvegi, jafnt fullþroska dýr, egg, lirfur og púpur. Það á mikið verk fyrir höndum að koma til baka, í hvaða mynd það verður endurheimt er erfitt að segja til um. Samfélag þeirra gæti tekið breytingum,“ segir í tilkynningunni. Algengustu fuglarnir á svæðinu eru smádýraætur eins og skógarþrestir, hrossagaukar og þúfutittlingar sem verpa þar í tuga eða hundraða tali. „Hætt er við að talsvert af hreiðrum fugla sem verpa snemma hafi misfarist. Þeir munu eiga erfitt uppdráttar á brunna svæðinu í ár en veðurfar og þó einkum úrkoma á næstu vikum mun skera úr um það hvort eitthvað varp verði þarna í sumar. Langtímaáhrif á fuglalíf verða væntanlega óveruleg,“ að mati stofnunarinnar. Hagamýs eru algengar og útbreiddar í Heiðmörk. Þegar bruninn varð var tímgun nýhafin og músakerlingar nýgotnar með unga í holum sínum. Mýs sem náðu að forða sér undan eldinum gætu átt möguleika á að tímgast aftur því þær eru móttækilegar fljótlega eftir got. Náttúrufræðistofnun telur að áhrif brunans ættu ekki að skaða stofninn til langs tíma jafnvel þó að hagamýsnar á brunasvæðinu hafi efalaust orðið fyrir miklum skakkaföllum.
Gróðureldar í Heiðmörk Umhverfismál Gróðureldar á Íslandi Skógrækt og landgræðsla Tengdar fréttir Hættustig vegna hættu á gróðureldum Búið er að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum allt frá Breiðafirði og austur undir Eyjafjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi tekið þessa ákvörðun, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi. 11. maí 2021 12:03 Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. 11. maí 2021 11:25 „Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5. maí 2021 20:02 Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Hættustig vegna hættu á gróðureldum Búið er að lýsa yfir hættustigi almannavarna vegna hættu á gróðureldum allt frá Breiðafirði og austur undir Eyjafjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að ríkislögreglustjóri hafi tekið þessa ákvörðun, í samráði við lögreglustjóra og slökkviliðsstjóra á Vestfjörðum, Vesturlandi, höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Suðurlandi. 11. maí 2021 12:03
Heiðmerkureldurinn minni en áætlað var í fyrstu Umfang gróðureldsins í Heiðmörk í síðustu viku var þó nokkuð minni en slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu áætlaði í fyrstu. Miðað við tölur Skógræktarfélags Reykjavíkur var eldurinn sá þriðji stærsti á landinu undanfarin fimmtán ár. 11. maí 2021 11:25
„Örugglega stærsti svona bruninn í svona kjarrlendi“ Verðmætasta svæði Heiðmerkur virðist hafa sloppið í gróðureldinum í gær en það mun þó taka nokkurn tíma að sjá hversu mikið tjón varð. 5. maí 2021 20:02