Innlent

Færðu Hörpu nýjan flygil og listaverk í tilefni afmælisins

Kjartan Kjartansson skrifar
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara, ráðherrum og borgarstjóra.
Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, ásamt Víkingi Heiðari Ólafssyni píanóleikara, ráðherrum og borgarstjóra. Stjórnarráðið

Íslenska ríkið og Reykjavíkurborg færðu tónlistar- og ráðstefnuhúsinu Hörpu nýjan konsertflygil og útilistaverkið Vindhörpu í tilefni af tíu ára afmæli hússins í dag. Samanlagður kostnaður við gjafirnar er metinn 55 milljónir króna.

Flygillinn er Steinway-konsertflygill sem er metinn á um 25 milljónir króna, að því er segir í tilkynningu frá ríkisstjórninni og Reykjavíkurborg.

Vinharpa er listaverk eftir Elínu Hansdóttur en verkið verður sett upp á Hörputorgi. Það var til í samkeppni um list í opinberu rými í umhverfi Hörpu árið 2008. Verkið var ekki framleitt á sínum tíma vegna efnahagshrunsins. Stefnt er að því að afhjúpa verkið á menningarnótt. Verkið er formað hljóðfæri með strengjum sem virkja vindinn sem hljóðgjafa. Það á að kosta þrjátíu milljónir króna.

Frá athöfninni í tilefni af því að tíu ár eru liðin frá formlegri opnun Hörpu í dag.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, tilkynntu um gjafirnar í dag. Þá var frumflutt nýtt afmælislag Hörpu sem hópur tíu ára gamalla barna samdi og flutti.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.