Innlent

Þrjú greindust með veiruna á Sauð­ár­króki

Sylvía Hall skrifar
256 eru í sóttkví á Sauðárkróki.
256 eru í sóttkví á Sauðárkróki. Vísir/Egill

Þrjú greindust með kórónuveirusmit á Sauðárkróki í gær og eru nú þrettán í einangrun í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Norðurlandi vestra.

Öll sem greindust í gær voru í sóttkví við einangrun, en alls hafa fjórtán greinst með veiruna þar síðastliðna viku. Í umdæmi lögreglunnar á Norðurlandi vestra eru nú 314 í sóttkví, þar af 256 á Sauðárkróki.

„Á næstu tveim dögum ætti skýrast betur staðan og væntanlega að fækka mikið í sóttkvínni ef að allt gengur upp. Vonum það besta,“ segir í tilkynningunni.

Aðgerðarstjórnin ítrekar reglur um sóttkví og nauðsyn þess að þeim sé fylgt. Til að mynda sé óheimilt að fara í bíltúra á meðan sóttkví stendur.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×