Ferðaþjónustan leggur línurnar fyrir kosningarnar Birgir Olgeirsson skrifar 13. maí 2021 11:15 -- Kv. Arnar Foto: arnar halldorsson,Arnar Halldórsson/Arnar Halldórsson Samtök ferðaþjónustunnar hafa sett fram aðgerðir til að hraða viðspyrnu ferðaþjónustunnar. Er það innlegg samtakanna fyrir komandi kosningabaráttu en framkvæmdastjórinn segir að fylgst verði með því hvernig flokkarnir taki tillögurnar. Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“ Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira
Tillögurnar eru á fimmta tug og í ellefu flokkum sem varða rekstrarumhverfi fyrirtækjanna, markaðsetningu erlendis, úrvinnslu skuldavanda og eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi hér á landi svo dæmi séu tekin. Tillögurnar má sjá hér. „Við erum að benda þarna á leiðir til dæmis varðandi bætt rekstrarumhverfi fyrirtækja sem getur hjálpað til við að ráða fleira fólk. Við erum að horfa á skuldavanda þessara fyrirtækja sem mun að óbreyttu hamla þessari hröðu viðspyrnu,“ segir Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. Kallað er eftir að virðisaukaskattur í ferðaþjónustu verði lækkaður í sjö prósent til 2025 og tryggingjaldið lækkað myndarlega frá ársbyrjun 2022. Inngrip Seðlabankans í gengisþróun taki skýrt mið af hagsmunum útflutningsgreina, opinberum gjöldum verði frestað og stjórnvöld hafi eftirlit með erlendri og ólöglegri starfsemi til að koma í veg fyrir flutning fyrirtækja og þjónustu úr landi. Jóhannes segir stjórnvöld geta liðkað til við skuldavanda fyrirtækjanna líkt og gert var eftir efnahagshrunið 2008 og nefnir þar Beinu brautina sem reyndist vel. „Það er hægt að byggja á því sem áður hefur verið gert og náð þannig góðum árangri,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir það ekki hlutverk samtakanna að benda félagsmönnum sínum á hvernig þeir muni haga atkvæðum sínum. „Það er ekki okkar hlutverk að benda okkar félagsmönnu má neitt varðandi það hvernig þeir haga sínum atkvæðum. Við erum að leggja þetta fram sem augljóst innlegg í næstu kosningar því þær hljóta að snúast um efnahagslega endurreisn samfélagsins. Minnkun atvinnuleysis og svo framvegis. Þetta er okkar innlegg í það og eru aðgerðir sem við teljum að skipti þar miklu máli. Við munum að sjálfsögðu fylgjast með hvað flokkarnir ætli að gera í þeim málum. Við vonumst til að flokkarnir taki þessar aðgerðir upp á arma sína, einhverjar að minnsta kosti. Við getum þá séð hvaða skoðanir þeir hafa á þessu og hvernig þeir vilja vinna með þetta áfram inn í næsta kjörtímabil.“
Ferðamennska á Íslandi Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Sjá meira