Innlent

Fis­vélar sveimuðu yfir höfuð­borgar­svæðinu

Eiður Þór Árnason skrifar
Það er ekki á hverjum degi sem þrettán fisvélar sjást svífa yfir Reykjavík. 
Það er ekki á hverjum degi sem þrettán fisvélar sjást svífa yfir Reykjavík.  Skjáskot

Fjöldi fisvéla sveif yfir höfuðborgarsvæðinu í þyrpingu á ellefta tímanum í kvöld en um var ræða hópflug á vegum Fisfélags Reykjavíkur.

Um var að ræða mikið sjónarspil sem vakti nokkra athygli meðal höfuðborgarbúa. Þrettán vélar tóku á loft um klukkan ellefu í kvöld og flugu hringinn í kringum Reykjavík. 

Jónas Sverrisson, formaður Fisfélags Reykjavíkur, segir þetta hafa verið skemmtiflug til að marka það að nú sé orðið nógu bjart til að fljúga fisvélum eftir klukkan ellefu. Á þeim tímapunkti er flugturninum á Reykjavíkurflugvelli lokað, flugstjórnarsvæðið breytist í opið og óstjórnað svæði og flugmenn fisvéla geta tekið á loft. 

„Þetta var byrjunin á sumrinu, að koma öllum saman og byrja að fljúga,“ segir Jónas en hann var nýlentur þegar Vísir náði tali af honum klukkan 23:42.

„Þetta er bara til skemmtunar, ánægju og yndisauka. Það eru allir brosandi út að eyrum hér,“ segir hann og bættir við að það komi vel til greina að gera þetta að skemmtiflug að árlegum viðburði hjá félaginu.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.