Efna til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2021 15:59 Ármann bæjarstjóri og Dagur borgarstjóri með undirritaða yfirlýsinguna. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs skrifuðu í dag undir viljayfirlýsingu um að finna nýrri sameiginlegri sundlaug bæjarfélaganna stað um miðbik Fossvogsdals í göngufæri frá grunnskólum dalsins, Snælandsskóla og Fossvogsskóla. Undirritunin fór fram á mörkum sveitarfélaganna um miðbik Fossvogsdals að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Til að kalla fram bestu lausnir í verkefninu ætla sveitarfélögin að efna sameiginlega til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Skipaður verður undirbúningshópur beggja sveitarfélaga með aðkomu skipulags, íþrótta- og tómstundasviða og skólasviða til að leggja grunn að keppnislýsingunni. Stefnt er að því að sundlagin verði byggð samkvæmt grænum stöðlum og að bílastæði verði eingöngu fyrir fatlað fólk og aðföng. Að öðru leyti mun laugin þjóna nærliggjandi hverfum og gangandi og hjólandi gestum. Áætlun um framkvæmdir verður gerð þegar hönnun, endanleg kostnaðaráætlun og fjármögnun vegna laugarinnar liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að kostnaður skiptist til helminga, óháð endanlegri staðsetningu laugarinnar. Búist er við að aðgengi og umferð verði sá þáttur hönnunarsamkeppninnar sem verði hvað viðkvæmastur. „Fossvogsdalur er einstakt svæði, skjólgott og gróðursælt og þarf hönnun sundlaugarmannvirkis, nánari staðsetning og aðkomuleiðir að taka tillit til þeirra sérstöðu sem staðsetningin felur í sér," segir í sameiginlegri niðurstöðu skipulagssviða sveitarfélaganna. Ljóst er að staðsetning Fossvogslaugar kallar á breytingu á skipulagi beggja sveitarfélaga, en þau hafa sameiginlega verið með breytingar á heildardeiliskipulagi dalsins í undirbúningi um hríð. Skipulagsvinnu verður lokið þegar niðurstaða hönnunarsamkeppni Fossvogslaugar liggur fyrir. Skipulag Sundlaugar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Undirritunin fór fram á mörkum sveitarfélaganna um miðbik Fossvogsdals að því er segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Til að kalla fram bestu lausnir í verkefninu ætla sveitarfélögin að efna sameiginlega til hönnunarsamkeppni um Fossvogslaug í samvinnu við Arkitektafélag Íslands. Skipaður verður undirbúningshópur beggja sveitarfélaga með aðkomu skipulags, íþrótta- og tómstundasviða og skólasviða til að leggja grunn að keppnislýsingunni. Stefnt er að því að sundlagin verði byggð samkvæmt grænum stöðlum og að bílastæði verði eingöngu fyrir fatlað fólk og aðföng. Að öðru leyti mun laugin þjóna nærliggjandi hverfum og gangandi og hjólandi gestum. Áætlun um framkvæmdir verður gerð þegar hönnun, endanleg kostnaðaráætlun og fjármögnun vegna laugarinnar liggur fyrir. Gert er ráð fyrir að kostnaður skiptist til helminga, óháð endanlegri staðsetningu laugarinnar. Búist er við að aðgengi og umferð verði sá þáttur hönnunarsamkeppninnar sem verði hvað viðkvæmastur. „Fossvogsdalur er einstakt svæði, skjólgott og gróðursælt og þarf hönnun sundlaugarmannvirkis, nánari staðsetning og aðkomuleiðir að taka tillit til þeirra sérstöðu sem staðsetningin felur í sér," segir í sameiginlegri niðurstöðu skipulagssviða sveitarfélaganna. Ljóst er að staðsetning Fossvogslaugar kallar á breytingu á skipulagi beggja sveitarfélaga, en þau hafa sameiginlega verið með breytingar á heildardeiliskipulagi dalsins í undirbúningi um hríð. Skipulagsvinnu verður lokið þegar niðurstaða hönnunarsamkeppni Fossvogslaugar liggur fyrir.
Skipulag Sundlaugar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Innlent Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira