Innlent

Fimmtungur barna stundar ekki tómstundir

Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar
Börn að leik í Kópavogi. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti.
Börn að leik í Kópavogi. Myndin tengist ekki fréttinni með beinum hætti. Vísir/Vilhelm

Ójöfnuður meðal barna hér á landi birtist helst í því að nærri fimmtungur þeirra fær ekki tækifæri til að stunda tómstundir og fleiri börn búa við þröngan kost en áður.

UNICEF á Íslandi kynnti í morgun nýja skýrslu um efnislegan skort barna á Íslandi. Í skýrslunni eru borin saman árin 2009, 2014 og 2018. Niðurstaðan er sú að börn á Íslandi liðu minni efnislegan skort en börn í flestum öðrum löndum Evrópu. Eva Bjarnadóttir teymisstjóri innanlandsdeildar UNICEF segir skýrsluna gefa glögga mynd af stöðunni en helst sjái skortur meðal barna sem koma frá tekjulægri heimilum.

„Það sem börn skortir helst eru annars vegar þá að húsnæði, það er þetta aukna þröngbýli sem við sjáum, og hins vegar eru það tómstundir og það er talsverður skortur á tómstundum meðal barna. Ef við berum saman þessi ár þá 2009 þá er skortur á tómstundum 9%. 2014 þá er skorturinn kominn upp í fjórðung eða um 25% barna sem skortir tómstundir 2014 sem að er náttúrulega gríðarleg aukning. Skorturinn minnkar aðeins 2018 en er þá samt bara kominn niður í 17% áfram næstum því tvöfalt meiri heldur en 2009. Þannig við sjáum að tómstundirnar eru kannski það svið þar sem skorturinn eykst og þar sem hann helst líka áfram þrátt fyrir að efnahagslífið batni,“ segir Eva.

Eva segir mikilvægt að stjórnvöld bregðist við þessari stöðu „Við leggjum það til að stjórnvöld kortleggi hindranirnar í vegi fyrir því að börn geti stundað tómstundir til þess að jafna stöðu barna og hérna tækifæri þeirra til þess að taka þátt í tómstundum“.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×