Lífið

Keypti sér trukk á sextíu þúsund krónur og breytti í smáhýsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt heimili fyrir lítið.
Fallegt heimili fyrir lítið.

Á YouTube-síðunni Living Big In A Tiny House hittir þáttastjórnandinn Bryce Langston fólk sem býr í litlu rými en nær að nýta sér plássið vel.

Að þessu sinni heimsótti Langston Nýsjálendinginn James sem fjárfesti í trukk um árið og greiddi fyrir hann 500 dollara eða rúmlega sextíu þúsund krónur. 

Hann ákvað síðan að leggja trukknum við lóð í Christchurch í Nýja Sjálandi og breytti bifreiðinni í smáhýsi þar sem hann býr í dag.

Einstaklega vel heppnuð framkvæmd og líður honum augljóslega vel þar eins og sjá má hér að neðan.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.