Skoða hvort myndbirtingar á OnlyFans séu klámframleiðsla Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. maí 2021 06:50 Lögreglan glímir nú við spurninguna: Hvað er klám? Og á að refsa fyrir það? Kynferðisbrotadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og ákærusvið lögreglunnar munu funda um það á næstu dögum hvernig lögregla hyggst snúa sér í málum er varða Íslendinga sem selja aðgang að erótísku efni á OnlyFans. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Líkt og fram hefur komið á Vísi og í fleiri fjölmiðlum undanfarna daga og vikur virðist sá hópur Íslendinga fara stækkandi sem hefur tekjur af því að selja erótískar myndir og/eða myndskeið á síðunni. Fréttablaðið hefur eftir Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanns kynferðisbrotadeildar, að verið sé að taka stöðuna á málinu en eitt af því sem sé til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám. Í 210. grein almennra hegningarlaga segir: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum]. Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. „Okkar forgangsröðun í kynferðisbrotadeildinni er á nauðganir, brot gegn börnum og önnur kynferðisbrot þar sem verið er að brjóta á einhverjum. Það er ekki þar með sagt að ef það er verið að fremja eitthvað sem við teljum smávægileg brot beint fyrir framan nefið á okkur þá förum við ekki í þau,“ hefur Fréttablaðið eftir Ævari. Þá segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs, að efnið á OnlyFans virðist falla undir fyrrnefnt ákvæði um bann við sölu á klámi. Spurð að því hvort hægt væri að gera tekjurnar af viðkomandi starfsemi upptækar, sagði hún að skoða þyrfti hvert dæmi fyrir sig. Þess ber að geta að klámblöð eða „erótísk tímarit“ hafa löngum verið og eru enn í sölu í verslunum á Íslandi. Þannig fór Vísir á stúfana í morgunsárið og stóð til boða að kaupa að minnsta kosti sex slík á heimasíðu Pennans Eymundsson. Þar má meðal annars finna titla á borð við Cheri, Best of Beaverhunt og Hustler en um síðastnefnda segir bókstaflega á vefsíðunni: „Hustler tímaritið sem stofnað var af Larry Flint er vinsælasta klámblað heims.“ Með tölublaðinu af Best of Beaverhunt sem er til sýnis á síðunni fylgdu með tvær „hardcore XXX“ kvikmyndir í fullri lengd á dvd-disk. Lögreglumál OnlyFans Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira
Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Líkt og fram hefur komið á Vísi og í fleiri fjölmiðlum undanfarna daga og vikur virðist sá hópur Íslendinga fara stækkandi sem hefur tekjur af því að selja erótískar myndir og/eða myndskeið á síðunni. Fréttablaðið hefur eftir Ævari Pálma Pálmasyni, yfirmanns kynferðisbrotadeildar, að verið sé að taka stöðuna á málinu en eitt af því sem sé til skoðunar sé hvort um sé að ræða klám. Í 210. grein almennra hegningarlaga segir: Ef klám birtist á prenti, skal sá, sem ábyrgð ber á birtingu þess eftir prentlögum, sæta sektum eða fangelsi allt að 6 mánuðum. Sömu refsingu varðar það að búa til eða flytja inn í útbreiðsluskyni, selja, útbýta eða dreifa á annan hátt út klámritum, klámmyndum eða öðrum slíkum hlutum, eða hafa þá opinberlega til sýnis, svo og að efna til opinbers fyrirlestrar, eða leiks, sem er ósiðlegur á sama hátt. [Þegar slíkt efni sýnir börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt getur refsing þó orðið fangelsi allt að 2 árum]. Það varðar ennfremur sömu refsingu, að láta af hendi við unglinga, yngri en 18 ára, klámrit, klámmyndir eða aðra slíka hluti. „Okkar forgangsröðun í kynferðisbrotadeildinni er á nauðganir, brot gegn börnum og önnur kynferðisbrot þar sem verið er að brjóta á einhverjum. Það er ekki þar með sagt að ef það er verið að fremja eitthvað sem við teljum smávægileg brot beint fyrir framan nefið á okkur þá förum við ekki í þau,“ hefur Fréttablaðið eftir Ævari. Þá segir Hulda Elsa Björgvinsdóttir, yfirmaður ákærusviðs, að efnið á OnlyFans virðist falla undir fyrrnefnt ákvæði um bann við sölu á klámi. Spurð að því hvort hægt væri að gera tekjurnar af viðkomandi starfsemi upptækar, sagði hún að skoða þyrfti hvert dæmi fyrir sig. Þess ber að geta að klámblöð eða „erótísk tímarit“ hafa löngum verið og eru enn í sölu í verslunum á Íslandi. Þannig fór Vísir á stúfana í morgunsárið og stóð til boða að kaupa að minnsta kosti sex slík á heimasíðu Pennans Eymundsson. Þar má meðal annars finna titla á borð við Cheri, Best of Beaverhunt og Hustler en um síðastnefnda segir bókstaflega á vefsíðunni: „Hustler tímaritið sem stofnað var af Larry Flint er vinsælasta klámblað heims.“ Með tölublaðinu af Best of Beaverhunt sem er til sýnis á síðunni fylgdu með tvær „hardcore XXX“ kvikmyndir í fullri lengd á dvd-disk.
Lögreglumál OnlyFans Mest lesið Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Innlent Varasamar aðstæður fyrir ferðalanga Veður Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Neitaði að endurgreiða ofgreidd laun um sex milljónir Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Sjá meira