Þríbrotin en þakklát fyrir nafnlausan hjúkrunarfræðing Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2021 18:04 Til vinstri má sjá Klaudiu og kærasta hennar við gosstöðvarnar. Til hægri sést svo þegar sjúkraflutningamenn og björgunarfólk koma Klaudiu í sjúkrabíl. Klaudia Katarzyna Klaudia Katarzyna varð fyrir því óláni að detta og þrífótbrotna á leið niður frá gosstöðvunum á Reykjanesskaga á laugardag. Hún er þakklát viðbrögðum fólks sem átti leið hjá þar sem hún lá brotin, og er ókunnug ung kona sem aðstoðaði Klaudiu henni ofarlega í huga. Hún hafði verið við gosstöðvarnar ásamt kærasta sínum og vinkonu. Þar höfðu þau verið í um tvo tíma og notið sjónarspilsins sem eldsumbrotin hafa upp á að bjóða. Þau voru ekki langt komin á bakaleiðinni þegar Klaudia datt og fótbrotnaði. „Ég heyrði þarna ógeðslegt hljóð þegar beinið brotnaði. Þegar ég lá þarna kom svo svakalega mikill vindur og mér varð svo kalt. Þá kom bara hópur af Íslendingum sem byrjuðu að klæða sig úr og breiða yfir mig,“ segir Klaudia. Hún segir einhvern úr hópnum hafa lagt af stað niður gönguleiðina til þess að ná í björgunarsveitarfólk. Á meðan hafi fólk lagt henni til ýmsar flíkur, úlpur, vindbuxur, ullarpeysu og teppi, svo henni yrði ekki kalt á meðan hún biði björgunarfólks. Það er Klaudia þakklát fyrir. Klaudia komst vandræðalaust upp að gosstöðvunum og tók meðal annars þessa mynd.Klaudia Katarzyna Hjúkrunarfræðingur til bjargar Sérstaklega er Klaudia þó þakklát ókunnugri ungri konu sem aðstoðaði hana, en Klaudia veit ekki hvað konan heitir. „Það var stelpa þarna sem kom bara beint til mín, horfði í augun á mér og hjálpaði mér að ná andanum. Hún var að passa mig þegar ég var alveg að detta út. Hún sagði ekki hvað hún héti en ég held að hún sé hjúkrunarfræðingur,“ segir Klaudia. Konan hélt til að mynda í hönd Klaudiu og lét hana kreista sig þegar björgunarfólk setti spelku á þríbrotinn fótlegg Klaudiu, sem henni þótti afar sársaukafullt. „Það var ógeðslega vont og ég var alveg að detta út. Hún var bara að segja mér að horfa á sig og opna augun,“ segir Klaudia. Hún segist ýmsu vön en þetta hafi einfaldlega verið svo vont að hún „grenjaði eins og smábarn.“ Magnað að sjá hjálpsemi fólks Klaudia segir það hafa verið magnað að sjá hversu margir hafi verið tilbúnir að hjálpa henni. „Það kom bara hópur af fólki sem gerði bara skjól utan um mig. Það var svo mikill vindur og sandurinn fauk bara beint í andlitið á mér. Ég var bara í sjokki,“ segir Klaudia sem er auðheyranlega afar þakklát þeim sem hjálpuðu henni. „Þetta var svo fallega gert.“ „Ég er svo mikill klaufi, þannig að ég var að passa mig svo mikið að detta ekki. Það er ekkert mál að labba upp, en mjög hættulegt að labba niður,“ segir Klaudia, sem sá fleira fólk missa jafnvægið á leið niður frá eldstöðvunum. Brotin og bólgin en þakklát Klaudia vonast til þess að komast í aðgerð vegna fótbrotsins á miðvikudag. „Ég er svo bólgin enn þá. Það er ekki hægt að gera aðgerð þegar ég er svona bólgin, þannig að ég er að fara í skoðun. Ég er í gifsi núna.“ Klaudia er komin í gifs.Klaudia Katarzyna Hún segir fótinn illa brotinn og það hafi strax komið í ljós. Fóturinn hafi hreinlega snúið vitlaust eftir að hann brotnaði. Þrátt fyrir vonda lífsreynslu er þakklæti þó efst í huga Klaudiu. „Ég vil bara þakka kærlega stelpunni sem var hjá mér, fólkinu sem hjálpaði okkur og björgunarsveitinni. Allir sem hjálpuðu, bara vel gert Íslendingar. Ég er mjög fegin að vera hér.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Góðverk Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Hún hafði verið við gosstöðvarnar ásamt kærasta sínum og vinkonu. Þar höfðu þau verið í um tvo tíma og notið sjónarspilsins sem eldsumbrotin hafa upp á að bjóða. Þau voru ekki langt komin á bakaleiðinni þegar Klaudia datt og fótbrotnaði. „Ég heyrði þarna ógeðslegt hljóð þegar beinið brotnaði. Þegar ég lá þarna kom svo svakalega mikill vindur og mér varð svo kalt. Þá kom bara hópur af Íslendingum sem byrjuðu að klæða sig úr og breiða yfir mig,“ segir Klaudia. Hún segir einhvern úr hópnum hafa lagt af stað niður gönguleiðina til þess að ná í björgunarsveitarfólk. Á meðan hafi fólk lagt henni til ýmsar flíkur, úlpur, vindbuxur, ullarpeysu og teppi, svo henni yrði ekki kalt á meðan hún biði björgunarfólks. Það er Klaudia þakklát fyrir. Klaudia komst vandræðalaust upp að gosstöðvunum og tók meðal annars þessa mynd.Klaudia Katarzyna Hjúkrunarfræðingur til bjargar Sérstaklega er Klaudia þó þakklát ókunnugri ungri konu sem aðstoðaði hana, en Klaudia veit ekki hvað konan heitir. „Það var stelpa þarna sem kom bara beint til mín, horfði í augun á mér og hjálpaði mér að ná andanum. Hún var að passa mig þegar ég var alveg að detta út. Hún sagði ekki hvað hún héti en ég held að hún sé hjúkrunarfræðingur,“ segir Klaudia. Konan hélt til að mynda í hönd Klaudiu og lét hana kreista sig þegar björgunarfólk setti spelku á þríbrotinn fótlegg Klaudiu, sem henni þótti afar sársaukafullt. „Það var ógeðslega vont og ég var alveg að detta út. Hún var bara að segja mér að horfa á sig og opna augun,“ segir Klaudia. Hún segist ýmsu vön en þetta hafi einfaldlega verið svo vont að hún „grenjaði eins og smábarn.“ Magnað að sjá hjálpsemi fólks Klaudia segir það hafa verið magnað að sjá hversu margir hafi verið tilbúnir að hjálpa henni. „Það kom bara hópur af fólki sem gerði bara skjól utan um mig. Það var svo mikill vindur og sandurinn fauk bara beint í andlitið á mér. Ég var bara í sjokki,“ segir Klaudia sem er auðheyranlega afar þakklát þeim sem hjálpuðu henni. „Þetta var svo fallega gert.“ „Ég er svo mikill klaufi, þannig að ég var að passa mig svo mikið að detta ekki. Það er ekkert mál að labba upp, en mjög hættulegt að labba niður,“ segir Klaudia, sem sá fleira fólk missa jafnvægið á leið niður frá eldstöðvunum. Brotin og bólgin en þakklát Klaudia vonast til þess að komast í aðgerð vegna fótbrotsins á miðvikudag. „Ég er svo bólgin enn þá. Það er ekki hægt að gera aðgerð þegar ég er svona bólgin, þannig að ég er að fara í skoðun. Ég er í gifsi núna.“ Klaudia er komin í gifs.Klaudia Katarzyna Hún segir fótinn illa brotinn og það hafi strax komið í ljós. Fóturinn hafi hreinlega snúið vitlaust eftir að hann brotnaði. Þrátt fyrir vonda lífsreynslu er þakklæti þó efst í huga Klaudiu. „Ég vil bara þakka kærlega stelpunni sem var hjá mér, fólkinu sem hjálpaði okkur og björgunarsveitinni. Allir sem hjálpuðu, bara vel gert Íslendingar. Ég er mjög fegin að vera hér.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Góðverk Mest lesið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Bjössi og Dísa skáluðu í nýja húsinu Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira