Tölvuárás gerð á stærstu eldsneytisleiðslu Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. maí 2021 07:34 Colonial-leiðslan er sú stærsta í Bandaríkjunum. Colonial Pipeline Bandarísk yfirvöld gáfu í gær út neyðarheimild eftir að stærsta eldsneytisleiðsla landsins varð fyrir netárás. Um það bil 2,5 milljónir tunna af eldsneyti flæða um Colonial-leiðsluna daglega en það jafngildir um 45 prósent eldsneytisnotkunar austurstrandarinnar. Leiðslan var „tekin úr sambandi“ af netglæpamönnum á föstudag og enn er unnið að því að koma henni í gagnið á ný. Neyðarlöggjöfin heimilar flutning á eldsneyti á vegum landsins á meðan. Átján ríki hafa fengið heimild til að flytja eldsneyti um vegakerfið; Alabama, Arkansas, District of Columbia, Delaware, Flórída, Georgía, Kentucky, Louisiana, Maryland, Mississippi, New Jersey, New York, Norður-Karólína, Pennsylvanía, Suður-Karólína, Tennessee, Texas og Virginía. Sérfræðingar segja líkur á tveggja til þriggja prósenta hækkun á eldsneytisverði en að það gæti hækkað enn meira ef viðgerðir dragast á langinn. Fyrstu ríkin til að verða fyrir áhrifum yrðu Atlanta og Tennessee en svo yrði um að ræða dómínóáhrif til New York. BBC hefur eftir olíumarkaðssérfræðingnum Gaurav Sharma að eftirspurn væri nú langt umfram framboð, á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum færu minnkandi. Eftirspurnina mætti meðal annars rekja til þess að hagkerfið væri að hrista af sér áhrif kórónuveirunnar. Dæmi um skilaboð netglæpahópa á borð við DarkSide. Samkvæmt heimildum BBC var árásin framkvæmd af netglæpahóp sem kallar sig DarkSide en hann er sagður hafa gert árás á netkerfi Colonial á fimmtudag og tekið 100 gígabæt af gögnum „í gíslingu“. Talsmenn Colonial sögðu í gær að fjórar stærstu æðar leiðslunnar væru enn óvirkar en tekist hefði að virkja margar styttri leiðir. Að sögn BBC fá fórnarlömb glæpahópa á borð við DarkSide upp tilkynningu á tölvukerfinum sínum þar sem farið er fram á lausnargjald. Þá er þeim sendur gagnapakki, þar sem fram kemur að búið sé að dulkóða kerfin þeirra og hvers konar gögnum hafi verið stolið. Glæpahóparnir eru reknir eins og fyrirtæki, segja sérfræðingar. BBC fjallar ítarlega um málið. Bandaríkin Tölvuárásir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira
Leiðslan var „tekin úr sambandi“ af netglæpamönnum á föstudag og enn er unnið að því að koma henni í gagnið á ný. Neyðarlöggjöfin heimilar flutning á eldsneyti á vegum landsins á meðan. Átján ríki hafa fengið heimild til að flytja eldsneyti um vegakerfið; Alabama, Arkansas, District of Columbia, Delaware, Flórída, Georgía, Kentucky, Louisiana, Maryland, Mississippi, New Jersey, New York, Norður-Karólína, Pennsylvanía, Suður-Karólína, Tennessee, Texas og Virginía. Sérfræðingar segja líkur á tveggja til þriggja prósenta hækkun á eldsneytisverði en að það gæti hækkað enn meira ef viðgerðir dragast á langinn. Fyrstu ríkin til að verða fyrir áhrifum yrðu Atlanta og Tennessee en svo yrði um að ræða dómínóáhrif til New York. BBC hefur eftir olíumarkaðssérfræðingnum Gaurav Sharma að eftirspurn væri nú langt umfram framboð, á sama tíma og olíubirgðir í Bandaríkjunum færu minnkandi. Eftirspurnina mætti meðal annars rekja til þess að hagkerfið væri að hrista af sér áhrif kórónuveirunnar. Dæmi um skilaboð netglæpahópa á borð við DarkSide. Samkvæmt heimildum BBC var árásin framkvæmd af netglæpahóp sem kallar sig DarkSide en hann er sagður hafa gert árás á netkerfi Colonial á fimmtudag og tekið 100 gígabæt af gögnum „í gíslingu“. Talsmenn Colonial sögðu í gær að fjórar stærstu æðar leiðslunnar væru enn óvirkar en tekist hefði að virkja margar styttri leiðir. Að sögn BBC fá fórnarlömb glæpahópa á borð við DarkSide upp tilkynningu á tölvukerfinum sínum þar sem farið er fram á lausnargjald. Þá er þeim sendur gagnapakki, þar sem fram kemur að búið sé að dulkóða kerfin þeirra og hvers konar gögnum hafi verið stolið. Glæpahóparnir eru reknir eins og fyrirtæki, segja sérfræðingar. BBC fjallar ítarlega um málið.
Bandaríkin Tölvuárásir Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Sjá meira