Innlent

Vill annað sætið á lista Mið­flokksins

Atli Ísleifsson skrifar
Heiðbrá Ólafsdóttir.
Heiðbrá Ólafsdóttir. Aðsend

Heiðbrá Ólafsdóttir, formaður Miðflokksdeildar Rangárþings, hefur tilkynnt að hún sækist eftir öðru sæti á framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi fyrir komandi þingkosningar.

Í tilkynningu segir að Heiðbrá sé lögfræðingur og kúabóndi á Stíflu í Rangárþingi eystra.

„Ég er nýbökuð 2ja barna móðir, lögfræðimenntuð frá háskólanum á Akureyri og háskólanum í Ósló, kúabóndi á Stíflu í Rangárþingi eystra og hef ákveðið að bjóða mig fram í 2. sæti á framboðslista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.

Ég bý yfir margvíslegri starfsreynslu bæði hérlendis og erlendis frá, hef m.a starfað hjá sendiráði Íslands í Ósló. Ég hef verið virk í félagsstörfum og er í dag formaður Miðflokksdeildar Rangárþings sem og formaður Foreldrafélagsins hjá Leikskólanum Örk á Hvolsvelli. Einnig hef ég staðist hæfismats framkvæmdarstjóra og stjórnarmanna fjármálafyrirtækja hjá FME og sit í stjórn Byggðastofnunar.

Byggðamálin, landbúnaðurinn & velferð fjölskyldnanna í landinu skipta mig máli og vil ég leggja mitt af mörkum fyrir framtíð barnanna okkar og samfélagið allt, fyrir Ísland allt,“ segir í tilkynningunni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×