Innlent

Sýknaður af á­kæru um kyn­ferðis­broti gegn barni

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Maðurinn var í dag sýknaður í Landsrétti. 
Maðurinn var í dag sýknaður í Landsrétti.  Vísir/Vilhelm

Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Landsréttur taldi manninn ekki hafa vitað, þegar atvikið átti sér stað, að stúlkan hafi verið þrettán ára gömul en hann var þá sjálfur sautján ára.

Umrætt atvik átti sér stað í ágúst 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið árið 2019, rúmum sex árum síðan atvikið átti sér stað. Manninum var gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar.

Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra og kemur fram í dómi héraðsdóms að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrota sem hún hafði mátt þola, þar af því sem fjallað er um hér.

Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið stúlkuna sem um ræðir. Drengirnir sátu við drykkju og fór svo að umræddur drengur og stúlkan enduðu saman í tjaldi.

Þeim greinir á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi síðan stungið fingri í leggöng hennar. Hún hafi svo, þegar sími hennar hringdi, hlaupið út úr tjaldinu.

Maðurinn vill hins vegar meina að það sem hafi gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann segist þá hafa talið að hún væri ári yngri en hann, eða sextán ára.

Fram kemur í dómi Landsréttar að ekkert lægi fyrir í málinu um vitneskju mannsins um aldur stúlkunnar fyrr en félagi hans hafi kallað inn í tjaldið til hans og stúlkunnar. Þá sé ekki um það deilt að hann hafi hætt kynmökum við stúlkuna eftir það.

Óumdeilt sé þó að brotaþoli hafði munnmök við manninn og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng stúlkunnar. Það sé hins vegar ekki hægt að sanna að maðurinn hafi vitað af því hve ung stúlkan var í raun.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.