Sýknaður af ákæru um kynferðisbroti gegn barni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. maí 2021 21:19 Maðurinn var í dag sýknaður í Landsrétti. Vísir/Vilhelm Karlmaður var í dag sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn barni. Landsréttur taldi manninn ekki hafa vitað, þegar atvikið átti sér stað, að stúlkan hafi verið þrettán ára gömul en hann var þá sjálfur sautján ára. Umrætt atvik átti sér stað í ágúst 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið árið 2019, rúmum sex árum síðan atvikið átti sér stað. Manninum var gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra og kemur fram í dómi héraðsdóms að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrota sem hún hafði mátt þola, þar af því sem fjallað er um hér. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið stúlkuna sem um ræðir. Drengirnir sátu við drykkju og fór svo að umræddur drengur og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Þeim greinir á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi síðan stungið fingri í leggöng hennar. Hún hafi svo, þegar sími hennar hringdi, hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vill hins vegar meina að það sem hafi gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann segist þá hafa talið að hún væri ári yngri en hann, eða sextán ára. Fram kemur í dómi Landsréttar að ekkert lægi fyrir í málinu um vitneskju mannsins um aldur stúlkunnar fyrr en félagi hans hafi kallað inn í tjaldið til hans og stúlkunnar. Þá sé ekki um það deilt að hann hafi hætt kynmökum við stúlkuna eftir það. Óumdeilt sé þó að brotaþoli hafði munnmök við manninn og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng stúlkunnar. Það sé hins vegar ekki hægt að sanna að maðurinn hafi vitað af því hve ung stúlkan var í raun. Dómsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Umrætt atvik átti sér stað í ágúst 2013 á ótilgreindu tjaldsvæði en maðurinn var ákærður fyrir brotið árið 2019, rúmum sex árum síðan atvikið átti sér stað. Manninum var gefið að sök að hafa afhent stúlkunni áfengi, látið hana hafa munnmök við sig og stungið fingri í leggöng hennar. Málið var tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í fyrra og kemur fram í dómi héraðsdóms að rannsókn málsins hafi hafist árið 2017 þegar stúlkan greindi félagsráðgjafa frá tveimur kynferðisbrota sem hún hafði mátt þola, þar af því sem fjallað er um hér. Fram kemur í dómnum að maðurinn hafi verið með félögum sínum á tjaldsvæðinu þegar þeir hittu hóp af stelpum, þar með talið stúlkuna sem um ræðir. Drengirnir sátu við drykkju og fór svo að umræddur drengur og stúlkan enduðu saman í tjaldi. Þeim greinir á hvað gerðist í tjaldinu. Stúlkan sagði hann hafa látið hana hafa munnmök við sig gegn vilja hennar, hún hafi frosið og ekki þorað að segja neitt. Hann hafi síðan stungið fingri í leggöng hennar. Hún hafi svo, þegar sími hennar hringdi, hlaupið út úr tjaldinu. Maðurinn vill hins vegar meina að það sem hafi gerst í tjaldinu hafi verið með hennar vilja. Hann hafi hins vegar hætt þegar félagi hans kallaði inn í tjaldið hvort að hann vissi hvað stúlkan væri gömul. Hann segist þá hafa talið að hún væri ári yngri en hann, eða sextán ára. Fram kemur í dómi Landsréttar að ekkert lægi fyrir í málinu um vitneskju mannsins um aldur stúlkunnar fyrr en félagi hans hafi kallað inn í tjaldið til hans og stúlkunnar. Þá sé ekki um það deilt að hann hafi hætt kynmökum við stúlkuna eftir það. Óumdeilt sé þó að brotaþoli hafði munnmök við manninn og að hann hafi stungið fingri inn í leggöng stúlkunnar. Það sé hins vegar ekki hægt að sanna að maðurinn hafi vitað af því hve ung stúlkan var í raun.
Dómsmál Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira