Dæmd fyrir að slá son sinn ítrekað í deilum um Fortnite-spilun Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2021 21:01 Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári. Myndin er úr safni. Getty Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt móður í fjögurra mánaða fangelsi og greiðslu miskabóta fyrir að hafa slegið þrettán ára son sinn eftir rifrildi þeirra í millum um Fortnite-spilamennsku sonarins sem móðirin taldi meiri en góðu hófi gegndi. Fresta skal fullnustu refsingar og hún falla niður að liðnum tveimur árum, haldi konan almennt skilorð. Í dómnum kemur fram að þáverandi sambýlismaður konunnar, sem einnig var ákærður í málinu, hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa haldið drengnum föstum á meðan móðirin sló hann ítrekað í andlitið svo blæddi úr munni. Sagðist maðurinn hafa stokkið inn í alvarlegar aðstæður í samskiptum mæðginanna og ekki gert annað en að taka utan um drenginn og haldið höndum hans föstum fyrir aftan bak til að koma í veg fyrir að „drengurinn hjólaði í móður sína“. Vildi ekki slökkva á tölvunni Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári, en konan var sakfelld fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Umrætt atvik átti sérstað 19. febrúar 2020, en drengurinn sagðist þá ekki vilja fara sofa klukkan 23 líkt og hann var beðinn um, þar sem það væri ekki skóli daginn eftir. Móðirin hafi þá slökkt á netbeini og drengurinn við það reiðst mjög. Segir að sambýlismaður móðurinnar hafi svo blandað sér í málið, verið „mjög reiður“ og haldið drengnum. Móðurinni og manninum, sem voru á þeim tímapunkti nýbyrjuð saman, bar ekki saman um hvað hafi gerst umrætt kvöld. Neituðu þau bæði sök og vísuðu ábyrð á því sem gerðist umrætt sinn ýmist yfir á hvort annað eða þá drenginn. Sleginn ítrekað í andlit með flötum lófa Dómurinn taldi það hins vegar yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir eindregna sakarneitun, að móðirin hafi veist að drengnum með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa þannig að blæddi úr munni hans. Var því hafnað, líkt og kom fram í framburði móðurinnar, að hún hafi valdið áverka í munni drengsins með því að grípa um munn hans. Var háttsemi konunnar gagnvart barni sínu þess utan talin hafa verið „ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg“. Konan var dæmd til greiðslu hálfrar milljónar í miskabætur til drendsins, auk greiðslu sakarkostnaðar, um tvær milljónir króna. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira
Í dómnum kemur fram að þáverandi sambýlismaður konunnar, sem einnig var ákærður í málinu, hafi verið sýknaður af ákæru um að hafa haldið drengnum föstum á meðan móðirin sló hann ítrekað í andlitið svo blæddi úr munni. Sagðist maðurinn hafa stokkið inn í alvarlegar aðstæður í samskiptum mæðginanna og ekki gert annað en að taka utan um drenginn og haldið höndum hans föstum fyrir aftan bak til að koma í veg fyrir að „drengurinn hjólaði í móður sína“. Vildi ekki slökkva á tölvunni Atvikið átti sér stað í febrúar á síðasta ári, en konan var sakfelld fyrir brot í nánu sambandi og brot á barnaverndarlögum. Umrætt atvik átti sérstað 19. febrúar 2020, en drengurinn sagðist þá ekki vilja fara sofa klukkan 23 líkt og hann var beðinn um, þar sem það væri ekki skóli daginn eftir. Móðirin hafi þá slökkt á netbeini og drengurinn við það reiðst mjög. Segir að sambýlismaður móðurinnar hafi svo blandað sér í málið, verið „mjög reiður“ og haldið drengnum. Móðurinni og manninum, sem voru á þeim tímapunkti nýbyrjuð saman, bar ekki saman um hvað hafi gerst umrætt kvöld. Neituðu þau bæði sök og vísuðu ábyrð á því sem gerðist umrætt sinn ýmist yfir á hvort annað eða þá drenginn. Sleginn ítrekað í andlit með flötum lófa Dómurinn taldi það hins vegar yfir skynsamlegan vafa, þrátt fyrir eindregna sakarneitun, að móðirin hafi veist að drengnum með ofbeldi og slegið hann ítrekað í andlitið með flötum lófa þannig að blæddi úr munni hans. Var því hafnað, líkt og kom fram í framburði móðurinnar, að hún hafi valdið áverka í munni drengsins með því að grípa um munn hans. Var háttsemi konunnar gagnvart barni sínu þess utan talin hafa verið „ógnandi, ruddaleg, ósiðleg og undir engum kringumstæðum réttlætanleg“. Konan var dæmd til greiðslu hálfrar milljónar í miskabætur til drendsins, auk greiðslu sakarkostnaðar, um tvær milljónir króna.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Næstlengsta þingdeila sögunnar nartar í hæla þriðja orkupakkans Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Sjá meira