Borgarráð rígheldur í berin: „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. maí 2021 07:04 Á þessum litla reit ber Guðmundi að leggja gras og gróðursetja berjarunna. Þegar verktakinn hefur skilað af sér er ekkert sem kemur í veg fyrir að íbúar taki gróðurinn upp og klári pallana. Mynd/Guðmundur Heiðar Helgason Guðmundur Heiðar Helgason, markaðsstjóri Strætó og íbúi í Vogabyggð, neyðist til að gróðursetja berjarunna á tíu fermetra sérafnotareit við íbúð sína eftir að meirihluti borgarráðs hafnaði því í gær að breyta deiliskipulagi á svæðinu. Forsaga málsins er sú að Guðmundur og fjölskylda hans fluttu inn í nýja íbúð í nóvember síðastliðnum en henni fylgdi umræddur sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Það kom fjölskyldunni á óvart þegar smiðir kláruðu aðeins helming af gólfinu en þá kom í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar mátti pallurinn ekki ná yfir allan reitinn. Þvert á móti var lögð sú kvöð á íbúa að vera með gras yfir helmingi flatarins og auk þess ætti að vera berjarunni á hverjum reit. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt,“ sagði Guðmundur á Facebook í janúar síðastliðnum. „Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ „Forræðishyggjan birtist víða“ Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna segir að í málinu takist á tvö sjónarmið; annars vegar að íbúar eigi að ráðstafa sínum sérafnotareitum með þeim hætti sem þeir kjósa og hins vegar sjónarmiðin um gróðurþekju og líffræðilega fjölbreytni á svæðinu. Skipulagsbreytingin myndi þannig verða til þess að heildargróðurþekja á svæðinu lækkaði. „Forræðishyggjan birtist víða,“ bókuðu hins vegar sjálfstæðismenn. „Hér er hafnað þeirri ósk íbúa og verktaka að íbúar fái að ráða þeim litlu svæðum sem þeir hafa í görðum sínum. Því erum við ósammála og teljum að fólk eigi að hafa athafnafrelsi á heimilum sínum og í görðum. Þá vekur athygli að þótt ekki eigi að tryggja íbúum frelsi um ráðstöfun eigin garða, er ekki fyrirhugað að framkvæma lokaúttekt á sérafnotareitunum. Á sama tíma og íbúar eru skikkaðir til að rækta pínulitla berjarunna er verulega vegið að grænum svæðum borgarinnar sem henni hefur verið treyst fyrir.“ „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ spurði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðflokksins, í sinni bókun. „Hér er um að ræða minnstu garða í heimi. Hver „garður“ samkvæmt skilgreiningu borgarstjóra og meirihlutans verður 2,5-5,0 fermetrar og í „garðinum“ skuli vera berjarunni. Allt er þetta gert til að gróðurþekjan og líffræðileg fjölbreytni á svæðinu haldi sér. Þetta eru afleiðingar þrengingarstefnu meirihlutans. Það er ekki hægt að skálda svona vitleysu upp – en allt er greinilega hægt í Reykjavík.“ Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira
Forsaga málsins er sú að Guðmundur og fjölskylda hans fluttu inn í nýja íbúð í nóvember síðastliðnum en henni fylgdi umræddur sérafnotareitur með sólpalli og skjólvegg. Það kom fjölskyldunni á óvart þegar smiðir kláruðu aðeins helming af gólfinu en þá kom í ljós að samkvæmt skilmálum Reykjavíkurborgar mátti pallurinn ekki ná yfir allan reitinn. Þvert á móti var lögð sú kvöð á íbúa að vera með gras yfir helmingi flatarins og auk þess ætti að vera berjarunni á hverjum reit. „Við spurðum hvort verktakinn gæti ekki frekar sett pallinn yfir restina af reitnum, en það er ekki hægt,“ sagði Guðmundur á Facebook í janúar síðastliðnum. „Verktakanum er skylt að setja gras og berjarunna á reitinn, því annars fær hann ekki lokaúttekt frá borginni.“ „Forræðishyggjan birtist víða“ Í bókun borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna segir að í málinu takist á tvö sjónarmið; annars vegar að íbúar eigi að ráðstafa sínum sérafnotareitum með þeim hætti sem þeir kjósa og hins vegar sjónarmiðin um gróðurþekju og líffræðilega fjölbreytni á svæðinu. Skipulagsbreytingin myndi þannig verða til þess að heildargróðurþekja á svæðinu lækkaði. „Forræðishyggjan birtist víða,“ bókuðu hins vegar sjálfstæðismenn. „Hér er hafnað þeirri ósk íbúa og verktaka að íbúar fái að ráða þeim litlu svæðum sem þeir hafa í görðum sínum. Því erum við ósammála og teljum að fólk eigi að hafa athafnafrelsi á heimilum sínum og í görðum. Þá vekur athygli að þótt ekki eigi að tryggja íbúum frelsi um ráðstöfun eigin garða, er ekki fyrirhugað að framkvæma lokaúttekt á sérafnotareitunum. Á sama tíma og íbúar eru skikkaðir til að rækta pínulitla berjarunna er verulega vegið að grænum svæðum borgarinnar sem henni hefur verið treyst fyrir.“ „Hvort á maður að hlæja eða gráta yfir svona stjórnsýslu?“ spurði Vigdís Hauksdóttir, áheyrnafulltrúi Miðflokksins, í sinni bókun. „Hér er um að ræða minnstu garða í heimi. Hver „garður“ samkvæmt skilgreiningu borgarstjóra og meirihlutans verður 2,5-5,0 fermetrar og í „garðinum“ skuli vera berjarunni. Allt er þetta gert til að gróðurþekjan og líffræðileg fjölbreytni á svæðinu haldi sér. Þetta eru afleiðingar þrengingarstefnu meirihlutans. Það er ekki hægt að skálda svona vitleysu upp – en allt er greinilega hægt í Reykjavík.“
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Mest lesið Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Fleiri fréttir Dúxinn komst ekki á útskriftina því hann er að keppa á Smáþjóðaleikunum Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Sjá meira