Borgin afléttir ekki kvöð um litla grasflöt og berjarunna þrátt fyrir mótmæli Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2021 13:06 Guðmundur Heiðar Helgason telur ekki hentugt að skylda íbúa til að vera með fjögurra fermetra grasflöt innan skjólveggja. Vísir/vilhelm Reykjavíkurborg ætlar ekki að aflétta kvöð í skipulagi Vogabyggðar um græn svæði innan einkagarða íbúða. Málið varðar sérafnotareiti íbúa í hinu nýja hverfi en Vísir fjallaði í janúar um óánægju Guðmundar Heiðars Helgasonar sem fékk ekki leyfi til að stækka pallinn fyrir aftan íbúð sína. Komst fjölskyldan að því eftir fasteignakaupin að samkvæmt skilmálum borgarinnar þyrfti að vera gras yfir helmingi hins tíu fermetra sérafnotareits og minnst einn berjarunni. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að ákvæði um gróðurþekju í einkagörðum í Vogabyggð séu ekki talin íþyngjandi og eru svæðin sögð hluti af heildarmynd hverfisins. Guðmundur segir niðurstöðu borgarinnar vera vonbrigði og það beri á óánægju hjá fleiri íbúum í hverfinu. „Ég er ósáttur við þessa forræðishyggju borgaryfirvalda vegna lítilla séreignareita íbúa. Ég er ósammála þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki íþyngjandi. Það er ekki praktísk lausn að hafa fjögurra fermetra grasflöt sem mun líklegast ekki fá neitt sólarljós. Ég hef einnig efasemdir um að þetta hafi mikið að segja um heildarútlit hverfisins, þar sem gróðurþekjan verður ekki sýnileg öðrum en mér.“ Sagt í mótsögn við markmið byggðarinnar ÞG íbúðir ehf., söluaðili íbúða á svæðinu, óskaði eftir því að borgin myndi fella niður áðurnefnt ákvæði um 50% gróðurþekju innan einkagarða og berjarunna á svokölluðu svæði tvö í Vogabyggð. Borgin hafnar beiðninni á grundvelli þess að slíkt „hefði verið í mótsögn við markmið byggðarinnar.“ Þá segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að græn svæði einkagarða í borginni séu mikilvægur þáttur af grænni ásýnd hennar og gefi henni „skemmtilegt yfirbragð.“ „Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að eitt af markmiðum í skipulagi Vogabyggðar sé að skapa jákvæðar forsendur fyrir áhugaverða og vistvæna byggð. Brýnt var fyrir hönnuðum, lóðarhöfum og öðrum að kynna sér vel alla skilmála sem gilda fyrir hönnun bygginga og útirýma á viðkomandi lóð auk þess að átta sig á samhengi byggðarinnar í tengslum við framtíðarþróun nánasta umhverfis.“ Umræddir sérskilmálar séu hluti af heildarhugsun hverfisins og útfærslan hluti af heildarmynd þess frá upphafi. Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Komst fjölskyldan að því eftir fasteignakaupin að samkvæmt skilmálum borgarinnar þyrfti að vera gras yfir helmingi hins tíu fermetra sérafnotareits og minnst einn berjarunni. Fram kemur á vef Reykjavíkurborgar að ákvæði um gróðurþekju í einkagörðum í Vogabyggð séu ekki talin íþyngjandi og eru svæðin sögð hluti af heildarmynd hverfisins. Guðmundur segir niðurstöðu borgarinnar vera vonbrigði og það beri á óánægju hjá fleiri íbúum í hverfinu. „Ég er ósáttur við þessa forræðishyggju borgaryfirvalda vegna lítilla séreignareita íbúa. Ég er ósammála þeirri niðurstöðu að þetta sé ekki íþyngjandi. Það er ekki praktísk lausn að hafa fjögurra fermetra grasflöt sem mun líklegast ekki fá neitt sólarljós. Ég hef einnig efasemdir um að þetta hafi mikið að segja um heildarútlit hverfisins, þar sem gróðurþekjan verður ekki sýnileg öðrum en mér.“ Sagt í mótsögn við markmið byggðarinnar ÞG íbúðir ehf., söluaðili íbúða á svæðinu, óskaði eftir því að borgin myndi fella niður áðurnefnt ákvæði um 50% gróðurþekju innan einkagarða og berjarunna á svokölluðu svæði tvö í Vogabyggð. Borgin hafnar beiðninni á grundvelli þess að slíkt „hefði verið í mótsögn við markmið byggðarinnar.“ Þá segir í tilkynningu Reykjavíkurborgar að græn svæði einkagarða í borginni séu mikilvægur þáttur af grænni ásýnd hennar og gefi henni „skemmtilegt yfirbragð.“ „Í umsögn skipulagsfulltrúa segir að eitt af markmiðum í skipulagi Vogabyggðar sé að skapa jákvæðar forsendur fyrir áhugaverða og vistvæna byggð. Brýnt var fyrir hönnuðum, lóðarhöfum og öðrum að kynna sér vel alla skilmála sem gilda fyrir hönnun bygginga og útirýma á viðkomandi lóð auk þess að átta sig á samhengi byggðarinnar í tengslum við framtíðarþróun nánasta umhverfis.“ Umræddir sérskilmálar séu hluti af heildarhugsun hverfisins og útfærslan hluti af heildarmynd þess frá upphafi.
Reykjavík Húsnæðismál Borgarstjórn Mest lesið Rodríguez réttir Bandaríkjunum sáttarhönd Erlent Jón Gnarr biðst afsökunar Innlent Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Innlent „Nú er nóg komið“ Erlent Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Innlent „Ég neyðist til að segja það hreint út“ Erlent Flugsamgöngur lamaðar og þúsundir sitja fastar Erlent Tíu sakfelld fyrir að halda því fram að forsetafrúin sé trans Erlent Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent Fleiri fréttir Nýr veruleiki ætli Bandaríkin að taka Grænland Segir of mikla fyrirhöfn að stöðva áfengissendingar Ekki hægt að útiloka að Bandaríkin beiti valdi á Grænlandi Færri sem greinast með inflúensu og innlögnum að fækka Fjögur þyrluútköll á einum sólarhring Utanríkismálanefnd fundaði í morgun og Rodríguez sver embættiseið Margrét Löf sættir sig ekki við sextán ára dóm Vara við gróðureldum vegna flugelda Bæjarstjórinn vill leiða Framsókn í Hafnarfirði Ekki endilega betri heimur fyrir Ísland Enn kvikusöfnun og landris og líkur á eldgosi Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Örn sækist eftir fjórða sæti í Hafnarfirði Suðurlandsvegi lokað vegna umferðarslyss Jón Gnarr biðst afsökunar Dýpra samtal og samvinna við Evrópusambandið „lykilbreyta“ „Ísland stendur þétt með vinum sínum“ Guðbjörg Oddný sækist eftir öðru sætinu Tveir ökumenn reyndust dvelja ólöglega á landinu Sauðburður er hafinn í Helgafellssveit Borgarstjórinn segist heita Heiða Smáríkið íhugar málsókn vegna aðgerða lögreglu Gæti orðið bylting fyrir konur á breytingaskeiði Er Miðflokkurinn hægriflokkur? „Flestum þykir vænt um bóndann“, segir formaður Bændasamtakanna Furða sig á viðbrögðum Þorgerðar sem dregur í land Útilokar ekki borgarastyrjöld Goddur er látinn Rauði krossinn veitti íbúum skjól eftir bruna Hverju skipta árásirnar á Venesúela í stóru myndinni? Sjá meira
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent
Svona handsömuðu Bandaríkin Maduro: Njósnarar, lóðlampar og eftirlíking af dvalarstað Maduros í fullri stærð Erlent