Íslendingur leiðtogi „költs“ þar sem kynferðisleg orka er sögð ráða ríkjum Snorri Másson skrifar 5. maí 2021 14:59 Guðni Halldór "Frater Ged" Guðnason er skólameistari Modern Mystery School. Modern Mystery School Íslendingurinn Guðni Halldór Guðnason, fæddur 1958, rekur að sögn fréttamiðilsins VICE hálfgerða svikamyllu sem heitir Modern Mystery School. Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna. Íslendingar erlendis Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
Guðni býr sjálfur í Japan og er ekki til viðtals í grein Vice, en skóli hans hefur haft starfsemi víða, meðal annars í Kanada og Japan. Greinin er ansi löng og ýtarleg og fer ekki lofsamlegum orðum um Modern Mystery School. Starfsemi skólans er að sögn Vice eins konar „költ“ og það kostar fúlgur fjár að fá inngöngu í hann. Á sama tíma segja fyrrverandi nemendur frá því að hafa verið niðurlægðir og jafnvel upplifað skrýtið kynferðislegt andrúmsloft innan veggja skólans. Sumir nemendur tala beinlínis um kynferðislega misnotkun. Markmiðið með náminu er öðrum þræði að þjálfa fólk undir afrek í viðskiptalífi en hugmyndafræðin hefur þó mikla andlega slagsíðu. Guðni Guðnason í myndbandi Modern Mystery School frá 2009.YouTube/Modern Mystery School Andlegt DNA Svo að tekið sé dæmi úr námskránni, er eitt af því sem Guðni hefur kennt nemendum sínum aðferð til að virkja „andlega DNA-ið“ í fólki, sem á að vera meira en 3.000 ára gömul tækni. Sjálfum tókst Guðna ekki að fullkomna þá tækni sjálfur fyrr en hann mætti veru af annarri plánetu. Þeim sem tekst að virkja þetta DNA hjá sér, eiga samkvæmt kenningum skólans að geta notið „raunverulegrar líkamlegrar reynslu af hinum andlega heimi.“ Nemendur skólans eru hvattir til að fara sjálfir út í rekstur sinna eigin andlegu stofnana á grundvelli þeirrar þekkingar sem þeir afla í náminu. Ekki er vanþörf á, námið kostar fleiri milljónir króna ef fólk vill ganga alla leið. Guðni Halldór Guðnason hefur lengi rekið alþjóðlegan dulspekiskóla og rakað inn fé.YouTube/Orly Bar-Kima, Practical Inspiration Vice leitar fanga víða og ljóst að mikil vinna liggur til grundvallar greininni. Sumir viðmælendur koma fram undir nafni en aðrir þora það ekki, að sögn miðilsins vegna lagalegra þagnareiða sem fólkið hefur unnið. Rætt er við Harald Dean Nelson, föður bardagakappans Gunnars Nelson, um Guðna Guðnason. Haraldur lýsir því að Guðni hafi verið þekktur í heimi bardagaíþrótta á Íslandi á tíunda áratugnum, en aldrei verið tekinn alvarlega, enda ljóst að hann væri „fullur af skít“ eins og Haraldur orðar það. Síðar flutti Guðni til útlanda, þar sem hann hefur náð verulegum árangri á sínu sviði sem skólameistari Modern Mystery School. Urmull viðtala við Guðna er aðgengilegur víða á netinu og lesa má umfjöllun DV frá 2016 hér. Hér er síðan ótrúlega efnismikil ferilskrá Guðna.
Íslendingar erlendis Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira