Slökkvistarf enn í fullum gangi þótt ástandið sé „aðeins betra“ Snorri Másson skrifar 4. maí 2021 21:53 Breiðholtið í kvöldsólinni: Reykkennt ský yfir borginni átti upptök sín í mekkinum úr Heiðmörk. Vísir/Vilhelm Enn geisa sinueldar á skógræktarsvæðinu í Heiðmörk, sem kviknuðu á fimmta tímanum síðdegis í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að ástandið sé ekki að versna, en að heilmikil vinna sé fram undan. „Þetta er aðeins betra,“ segir varðstjórinn. „Þetta er eitthvað í rénun en hvað gerist vitum við ekki. Við þorum ekki að lofa neinu um að við séum að ná utan um þetta en við erum að reyna það,“ segir varðstjórinn. „Ástandið er alla vega ekki að versna en við sjáum ekki fyrir endann á þessu eins og er.“ Þegar er ljóst að eldurinn hefur skilið eftir sig sviðna jörð á stórum fleti, sem talið er að séu um tveir ferkílómetrar. Flatarmál Heiðmerkursvæðið nemur alls rúmum 30 ferkílómetrum. Á þessari stundu eru fleiri en 70 manns við slökkvistarf á svæðinu og ljóst að aðgerðirnar geta staðið fram á nótt. Heiðmörk er vatnsverndarsvæði, þar sem vatnsbólið er sem þjónustar íbúa höfuðborgarsvæðisins. Óttast var að það væri í hættu í dag en að svo stöddu hefur ekkert komið fram um að mengun hafi ratað í uppsprettuna. „Þetta er mjög bagalegt,“ sagði Vernharður Guðnason, deildarstjóri hjá slökkviliðinu, en hann lýsti því í kvöldfréttum Stöðvar 2 hve óheppileg staðsetning brunans væri með tilliti til eldvarna. Fara þyrfti langar leiðir með vatn fyrir slökkvistarfið og lítið væri um greiðar aðkomuleiðir. Mökk lagði frá Heiðmörk í dag, sem mátti jafnvel sjá frá Akranesi. Reykurinn hefur heldur minnkað eftir því sem liðið hefur á kvöldið, eins og sjá má á myndinni efst í fréttinni. Meðfylgjandi myndir tók Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, í kvöld. Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Slökkvilið Reykjavík Gróðureldar í Heiðmörk Gróðureldar á Íslandi Tengdar fréttir Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01 Mest lesið Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup hafið í Svartsengi Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Eldurinn geisar á „óþægilega stóru svæði“ Sinubruninn í Heiðmörk ríður yfir á versta árstímanum fyrir slíkar hamfarir, að sögn Vernharðs Guðnasonar, deildarstjóra hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. Fuglarnir eru í varpi og skordýrin eru viðkvæm. 4. maí 2021 19:01