Lífið

Kvennadalshnjúkur í 360 gráðu myndbandi RAX

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum.
Það var ekki ský á himni þegar ljósmyndarinn Ragnar Axelsson flaug yfir tindinn í morgun og konurnar veifuðu fyrir myndavélina frá toppnum. Vísir/RAX

Ragnar Axelsson ljósmyndari, betur þekktur sem RAX, nýtti veðurblíðuna á sunnanverðu landinu um helgina til þess að ræsa flugvélina.

Að sjálfsögðu var myndvélin með í för sem gefur áhorfandanum tækifæri á að skoða útsýnið úr öllum mögulegum áttum.

RAX flaug yfir Hvannadalshnjúk á sunnudaginn en þann dag fóru 126 konur upp á topp hæsta tinds landsins í nafni Lífskrafts. Markmið ferðarinnar var að safna fé til styrktar nýrri krabbameinsdeild Landspítalans.

Kvennahópurinn gaf tindinum nýtt nafn í tilefni dagsins, Kvennadalshnjúkur, en koma verður í ljós hvort nafnið festist við hnjúkinn.

Eins og sjá má í myndbandinu var rjómablíða og útsýni með besta móti, til allra átta. Í byrjun myndbandsins má sjá hóp kvenna á toppi fjallsins.

RAX lét sér ekki nægja að heimsækja Öræfajökul heldur ákvað hann að taka hús á Svínafellsjökli eins og sjá má að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×