Innlent

Sauðfjár- og geitabændur mega nú slátra sjálfir

Jakob Bjarnar skrifar
Kristján Þór landbúnaðarráðherra segir að í dag verði gengið frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum það kleift að slátra sjálfir. Hvort þessar kindur kunni að meta það sérstaklega er óvíst.
Kristján Þór landbúnaðarráðherra segir að í dag verði gengið frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum það kleift að slátra sjálfir. Hvort þessar kindur kunni að meta það sérstaklega er óvíst. vísir/vilhelm

Kristján Þór Júlíusson landbúnaðarráðherra segir að í dag sé verið að ná ákveðnum áfanga, ganga frá regluverki sem gerir sauðfjár- og geitabændum sem vilja slátra sjálfir og markaðssetja vöru sína, það kleift.

Þetta munu þeir geta gert strax í haust ef áætlanir ganga eftir. Kristján Þór greindi frá þessu í viðtali í útvarpsþættinum Bítinu í morgun. Hann sagði að það hafi kostað talsverð slagsmál við kerfið og ákveðna aðila, sem hann þó nefndi ekki til sögunnar, sem hafa lagst gegn þessu.

Kristján Þór vísaði til þess að um þetta hafi borist lengi ákall frá sauðfjárbændum. „Þeir hafa barist fyrir sínu og eru nú að uppskera. Eftir langa baráttu.“

Um er að ræða nokkra tugi bænda sem hafa lýst yfir áhuga á því að nýta sér slíka möguleika til að bæta afkomu sína, skapa sér einhverja nýja tilveru. „Og þá eigum við að sjálfsögðu að vinna með þeim í því verki.“

Fram kom að miklar kröfur verði gerðar til matvælaöryggis og dýraheilbrigðis í tengslum við þetta og gætt verði að slíkum þáttum.


Tengdar fréttir

Fyrrverandi forstjóri Matís sýknaður af ákæru vegna heimaslátrunar

Sveinn Margeirsson, fyrrverandi forstjóri Matís, var á þriðjudag sýknaður af ákæru fyrir brot gegn lögum um slátrun og sláturafurðir með því að hafa staðið að sölu og dreifingu á fersku lambakjöti sem slátrað hafði verið utan löggilts sláturhúss.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×