„Hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í“ Stefán Árni Pálsson skrifar 4. maí 2021 13:50 Katrín Tanja með falleg skilaboð. „Kertið í ár er, þú ert ljós í mínu lífi, þú lýsir upp daginn. Hugmyndin kom frá litlum miða en amma skrifaði ljóð fyrir mig rétt áður en hún dó árið 2016,“ segir Katrín Tanja Davíðsdóttir tvöfaldur heimsmeistari í Cross Fit í myndbandi á Facebook-síðu Menntunarsjóðs Mæðrastyrksnefndar. Katrín valdi fallegan texta í skilaboðakertið í ár. Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn á heimsleikunum árið 2016 með þessum orðum „þetta er fyrir þig“. Ljóðið sem Katrín talar um er eftirfarandi: Hugsaðu til himins, hafðu fæturna á jörðinni og hjartað á réttum stað. Mundu. Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. „Þetta eru orð sem ég reyni að lifa eftir á hverjum einasta degi. Hennar bestu eiginleiki var sá að hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í. Hún hafði þann eiginleika, sem mér finnst svo fallegur, að henni gat látið öllum líða eins og þeir séu mikilvægir. Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég á svo ótrúlega mikið af konum sem eru það fyrir mig. Mig langar að gefa mömmu minni þetta kerti og systur minni sem núna er mamma og það á mæðradaginn því þær eru þetta í mínu lífi og lýsa upp minn dag.“ Á morgun fer fram athöfn tengdu þessu átak á Bessastöðum og hefst hún klukkan ellefu. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til náms í því markmiði að auka möguleika þeirra á að finna störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 73 konum styrki til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt rúmlega 300 styrki. Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafa verið sérstakir velunnarar sjóðsins undanfarin ár og tekið dyggan þátt í að vekja athygli á honum og því hlutverki hans að styrkja tekjulágar konur til mennta. Líkt og áður bætist nýr velunnari í hópinn í ár, en það er að þessu sinni Katrín Tanja. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú fjórða árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Ís-blómi, Netto.is og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 1. maí til 15. maí. CrossFit Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira
Katrín valdi fallegan texta í skilaboðakertið í ár. Katrín Tanja tileinkaði ömmu sinni sigurinn á heimsleikunum árið 2016 með þessum orðum „þetta er fyrir þig“. Ljóðið sem Katrín talar um er eftirfarandi: Hugsaðu til himins, hafðu fæturna á jörðinni og hjartað á réttum stað. Mundu. Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. „Þetta eru orð sem ég reyni að lifa eftir á hverjum einasta degi. Hennar bestu eiginleiki var sá að hún gat lýst upp hvaða herbergi sem hún var í. Hún hafði þann eiginleika, sem mér finnst svo fallegur, að henni gat látið öllum líða eins og þeir séu mikilvægir. Ég hef verið það heppin í gegnum tíðina að ég á svo ótrúlega mikið af konum sem eru það fyrir mig. Mig langar að gefa mömmu minni þetta kerti og systur minni sem núna er mamma og það á mæðradaginn því þær eru þetta í mínu lífi og lýsa upp minn dag.“ Á morgun fer fram athöfn tengdu þessu átak á Bessastöðum og hefst hún klukkan ellefu. Allur ágóði af sölu Mæðrablómsins rennur óskertur til Menntunarsjóðsins sem styrkir tekjulágar konur til náms í því markmiði að auka möguleika þeirra á að finna störf sem geta tryggt þeim og fjölskyldum þeirra öruggari framtíð. Á síðasta ári veitti sjóðurinn 73 konum styrki til náms en frá upphafi stofnunar hans árið 2012 hefur sjóðurinn veitt rúmlega 300 styrki. Eliza Reid og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Íslands, hafa verið sérstakir velunnarar sjóðsins undanfarin ár og tekið dyggan þátt í að vekja athygli á honum og því hlutverki hans að styrkja tekjulágar konur til mennta. Líkt og áður bætist nýr velunnari í hópinn í ár, en það er að þessu sinni Katrín Tanja. Kertin eru í postulínsskálum og þegar kveikt er á þeim og vaxið bráðnar koma smátt og smátt í ljós skilaboð á botni skálarinnar. Þórunn Árnadóttir er hönnuður kertisins og gefur hún vinnu sína nú fjórða árið í röð. Alls geta kaupendur valið um fimm mismunandi texta. Kertin eru kjörin tækifærisgjöf, sérstaklega á mæðradaginn, og bjóða upp á óvenjulega og skemmtilega upplifun. Kertin verða til sölu í verslunum Pennans Eymundssonar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri, í Epal í Skeifunni og Kringlunni, Snúrunni, Ís-blómi, Netto.is og hjá Heimkaup.is, í tvær vikur, frá 1. maí til 15. maí.
CrossFit Mest lesið Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Lífið „Þú ert svo falleg“ Lífið Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið Kynorkan alltumlykjandi hjá óléttu óperusöngkonunni Menning Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Lífið Fjölgar mannkyninu enn frekar Lífið Laufey treður upp með Justin Bieber Tónlist Fleiri fréttir Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Eiríkur og Alma selja smekklega hæð í Garðabæ Fór ein í eftirpartý með Drake en segir ekki meir „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Kærastinn skyndilega orðinn „pabbi“ Aldísar Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Robert Redford er látinn Norska konungsfjölskyldan krefst breytinga á heimildarmynd Netflix Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Fögur hæð í frönskum stíl „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Mægðurnar Vanda Sig og Dísa sögðu fokk við ofbeldi Salka Sól og Elísabet Jökuls mættu á frumsýningu „Komst ekki á Emmy-hátíðina en komst á bráðamóttökuna“ Staða inn á fótboltavelli sem heitir það sama og bleyjutegund Glæpasagnahöfundur nældi sér í fyrirsætu Stökkva út í sjó úr margra metra hæð og fréttamaður fékk að prófa „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Sjá meira