Frá þessu er greint í Fréttablaðinu en þar segir að Arnar Þór hafi verið gagnrýnin á siðareglur Dómarafélagsins, þar sem mælt sé gegn því að dómarar taki opinberlega þátt í stjórnmálastarfi eða í félögum þar sem leynd hvílir yfir starfseminni.
Fréttablaðið segir að ljóst sé að í umræddu ákvæði sé verið að sporna við aðild dómara í félögum á borð við Frímúrararegluna.
Dómarar sem Fréttablaðið ræddi við voru á einu máli um að almenn sátt ríkti um siðareglurnar. Þá ræddi blaðið við Halldóru Þorsteinsdóttur, héraðsdómara og lektor, sem segir meðal annars að gera verði greinarmun á frelsi dómara til að fjalla um fræðileg málefni og pólitískri tjáningu.
Arnar Þór hefur meðal annars tjáð sig á opinberum vettvangi um Evrópumál og þriðja orkupakkann svokallaða.