Innlent

Umferðarslys vegna blindandi sólarljóss og tillitslausrar gæsar

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
_VIL9279
Vísir/Vilhelm

Ökumaður bifhjóls var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið í gærkvöldi eftir að hann lenti aftan á bifreið sem snögghemlaði þegar gæs gekk yfir götu í Seljahverfi.

Þá var lögreglan í Breiðholti og Kópavogi einnig kölluð til í gær vegna umverðaróhapps sem varð þegar ökumaður blindaðist af sólinni og ók á umferðarskilti. Fjarlægja þurfti bifreiðina með kranabíl.

Þá var brotist inn í Vínbúðina við Dalveg og áfengi stolið.

Í miðbænum var lögregla kölluð til vegna konu sem var til vandræða á Austurvelli. Reyndist hún í annarlegu ástandi en hét því að hætta að angra gesti og gangandi.

Þá var slasaðist ölvaður maður í miðbænum þegar hann ók rafskútu á ljósastaur. Var hann fluttur á bráðamóttöku með sjúkrabíl.

Lögregla hafði einnig afskipti af manni í sama hverfi vegna þjófnaðar úr verslun og annar var handtekinn vegna líkamsárásar og vörslu fíkniefna. Var sá vistaður í fangageymslum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.