Fótbolti

Ajax hollenskur meistari

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Leikmenn Ajax fagna titlinum í gær.
Leikmenn Ajax fagna titlinum í gær. ANP Sport via Getty Images

Ajax tryggði sér í gær sigur í hollensku deildinni með 4-0 sigri gegn Emmen á Johan Cruyff Arena. Þetta er í 35. skipti sem Ajax vinnur deildina.

Jurrien Timber, Sebastien Haller, Devyne Rensch og Davy Klaassen skoruðu mörk Ajax þegar Emmen kom í heimsókn í gær.

Ajax er nú með 79 stig þegar þrjár umferðir eru eftir, 14 stigum fyrir ofan PSV Eindhoven sem gerði 2-2 jafntefli gegn SC Heerenveen í gærkvöldi.

FC Emmen er enn í 16. sæti deildarinnar, einu stigi frá öruggu sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×