Telja aðgerðir ríkisstjórnarinnar ekki ganga nógu langt Kjartan Kjartansson skrifar 30. apríl 2021 20:22 Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands. Vísir/Vilhelm Því fer fjarri að aðgerðir til að mæta efnahagslegum afleiðingum kórónuveirufaraldursins sem ríkisstjórnin kynnti í dag gangi nógu langt til að koma til móts við vanda sem blasir við á vinnumarkaði og utan hans, að mati Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Það varar við því að kreppan geti dýpkað ef stjórnvöld dragi of snemma úr aðgerðum sínum. Ríkisstjórnin kynnti framhald á aðgerðum sínum til að mæta efnahagsáfalli faraldursins í dag. Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins fá 100 þúsund króna eingreiðslu og þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. Sem hluti af aðgerðunum mun hlutabótaleiðin renna inn í atvinnuátakið Hefjum störf. Verður fólki sem hefur þegið hlutabætur gert kleift að vinna áfram með stuðningi í allt að fjóra mánuði. Rekstraraðilum verður veittur aukinn frestur til að greiða staðgreiðslu- og tryggingagjald auk þess sem hægt verður að hliðra endurgreiðslum stuðningslána enn frekar. Einstaklingum verður áfram gert kleift að taka út séreignasparnað sinn út þetta ár. Að sögn ríkisstjórnarinnar er markmiðið með aðgerðunum að styðja áfram við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við faraldurinn. 100 þúsund krónur dugi skammt Í yfirlýsingu ASÍ vegna aðgerðanna lýsir sambandið yfir stuðningi við þrjár aðgerðir sem snerti atvinnuleitendur en áréttar að þær gangi fjarri því nógu langt til að koma til móts við vanda á vinnumarkaði og utan hans. Í fyrsta lagi sé gert ráð fyrir að fyrirtæki fái styrk til að endurráða starfsfólk á hlutabótum í fyrra starfshlutfall. ASÍ segist telja mikilvægt að ráðningasamband viðhaldist og að fullu ráðningasambandi sé komið á svo fljótt sem verða megi í tilvikum launafólks sem er á hlutabótaleið. Halda verði áfram með hlutabótaleiðina eins lengi og hennar sé þörf, ella kunni að vera hætta á frekari uppsögnum. Í öðru lagi sé gert ráð fyrir að sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í fjórtán mánuði eða lengur fái greiddan styrk sem nemur að hámarki 100 þúsund krónum. Hér sé um að ræða þann hóp sem missti vinnuna áður en tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta var hækkað úr þremur mánuðum í sex. „ASÍ fer fram á að þessi hópur njóti sömu réttinda og aðrir til sex mánaða tekjutengdra bóta enda duga 100 þúsund krónur skammt í því samhengi,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í þriðja lagi sé gert ráð fyrir að framlengja lög um að tekjutengdar atvinnuleysisbætur greiðist í sex mánuði í stað þriggja. ASÍ segist hafa sett fram kröfu þar að lútandi en áréttar þá afstöðu að miða eigi við sex mánuði til frambúðar, ekki eingöngu tímabundið. Vill aukinn þunga í atvinnusköpun Aðrar aðgerðir lúti meðal annars að framlengingu og útvíkkun á úrræðum sem fyrirtæki hafa notið, nýrri ferðagjöf og stofnun ferðatryggingasjóðs. Einnig sé gert ráð fyrir að sérstakur barnabótaauki verið greiddur til þeirra sem fá tekjutengdar bætur og telur ASÍ það skynsamlega sértæka ráðstöfun sem nýtist þar sem helst skyldi. Þá séu möguleikar á úttekt séreignarsparnaðar framlengdir. ASÍ segist fagna auknu fjárframlagi til geðheilbrigðismála til barna og ungmenna. Mikilvægt sé að sá stuðningur nái líka til ungs fólks á aldrinum 15-24 ára en sambandið segist hafa þungar áhyggjur af auknu atvinnuleysi, óvirkni og heilsubresti í þeim aldurshópi. „ASÍ áréttar þá afstöðu sína að stjórnvöld sýni úthald með aðgerðum sínum við þessar aðstæður. Ef dregið er úr of snemma getur það orðið til þess að dýpka kreppuna og auka á skaðsemi hennar. Þá kallar ASÍ eftir auknum þunga í atvinnusköpun, en allar áætlanir gera ráð fyrir að glíman við atvinnuleysi verði lengri en almennt hefur verið á Íslandi. Slík framtíðarsýn er ekki viðunandi,“ segir í yfirlýsingu ASÍ. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira
Ríkisstjórnin kynnti framhald á aðgerðum sínum til að mæta efnahagsáfalli faraldursins í dag. Einstaklingar sem hafa verið atvinnulausir frá því fyrir upphaf kórónuveirufaraldursins fá 100 þúsund króna eingreiðslu og þá verður sérstakur 30 þúsund króna barnabótaauki gefinn þeim sem fá tekjutengdar barnabætur. Sem hluti af aðgerðunum mun hlutabótaleiðin renna inn í atvinnuátakið Hefjum störf. Verður fólki sem hefur þegið hlutabætur gert kleift að vinna áfram með stuðningi í allt að fjóra mánuði. Rekstraraðilum verður veittur aukinn frestur til að greiða staðgreiðslu- og tryggingagjald auk þess sem hægt verður að hliðra endurgreiðslum stuðningslána enn frekar. Einstaklingum verður áfram gert kleift að taka út séreignasparnað sinn út þetta ár. Að sögn ríkisstjórnarinnar er markmiðið með aðgerðunum að styðja áfram við heimili og fyrirtæki á lokametrum baráttunnar við faraldurinn. 100 þúsund krónur dugi skammt Í yfirlýsingu ASÍ vegna aðgerðanna lýsir sambandið yfir stuðningi við þrjár aðgerðir sem snerti atvinnuleitendur en áréttar að þær gangi fjarri því nógu langt til að koma til móts við vanda á vinnumarkaði og utan hans. Í fyrsta lagi sé gert ráð fyrir að fyrirtæki fái styrk til að endurráða starfsfólk á hlutabótum í fyrra starfshlutfall. ASÍ segist telja mikilvægt að ráðningasamband viðhaldist og að fullu ráðningasambandi sé komið á svo fljótt sem verða megi í tilvikum launafólks sem er á hlutabótaleið. Halda verði áfram með hlutabótaleiðina eins lengi og hennar sé þörf, ella kunni að vera hætta á frekari uppsögnum. Í öðru lagi sé gert ráð fyrir að sá hópur sem hefur verið atvinnulaus í fjórtán mánuði eða lengur fái greiddan styrk sem nemur að hámarki 100 þúsund krónum. Hér sé um að ræða þann hóp sem missti vinnuna áður en tímabil tekjutengdra atvinnuleysisbóta var hækkað úr þremur mánuðum í sex. „ASÍ fer fram á að þessi hópur njóti sömu réttinda og aðrir til sex mánaða tekjutengdra bóta enda duga 100 þúsund krónur skammt í því samhengi,“ segir í yfirlýsingu sambandsins. Í þriðja lagi sé gert ráð fyrir að framlengja lög um að tekjutengdar atvinnuleysisbætur greiðist í sex mánuði í stað þriggja. ASÍ segist hafa sett fram kröfu þar að lútandi en áréttar þá afstöðu að miða eigi við sex mánuði til frambúðar, ekki eingöngu tímabundið. Vill aukinn þunga í atvinnusköpun Aðrar aðgerðir lúti meðal annars að framlengingu og útvíkkun á úrræðum sem fyrirtæki hafa notið, nýrri ferðagjöf og stofnun ferðatryggingasjóðs. Einnig sé gert ráð fyrir að sérstakur barnabótaauki verið greiddur til þeirra sem fá tekjutengdar bætur og telur ASÍ það skynsamlega sértæka ráðstöfun sem nýtist þar sem helst skyldi. Þá séu möguleikar á úttekt séreignarsparnaðar framlengdir. ASÍ segist fagna auknu fjárframlagi til geðheilbrigðismála til barna og ungmenna. Mikilvægt sé að sá stuðningur nái líka til ungs fólks á aldrinum 15-24 ára en sambandið segist hafa þungar áhyggjur af auknu atvinnuleysi, óvirkni og heilsubresti í þeim aldurshópi. „ASÍ áréttar þá afstöðu sína að stjórnvöld sýni úthald með aðgerðum sínum við þessar aðstæður. Ef dregið er úr of snemma getur það orðið til þess að dýpka kreppuna og auka á skaðsemi hennar. Þá kallar ASÍ eftir auknum þunga í atvinnusköpun, en allar áætlanir gera ráð fyrir að glíman við atvinnuleysi verði lengri en almennt hefur verið á Íslandi. Slík framtíðarsýn er ekki viðunandi,“ segir í yfirlýsingu ASÍ.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Fleiri fréttir „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Sjá meira