Hætti í fótbolta eftir að mótherji gerði grín að geðheilsu hans Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. apríl 2021 13:31 David Cox er hættur í fótbolta. David Cox, leikmaður Albion Rovers í Skotlandi, er hættur í fótbolta eftir að mótherji gerði grín að geðheilsu hans. Atvikið átti sér stað í leik Albion Rovers og Stenhousemuir í skosku D-deildinni í gær. Leikmaður Stenhousemuir, Jonathan Tiffoney, gerði þá grín að sjálfsvígstilraun Cox. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en í gær fékk Cox nóg. Hann yfirgaf völlinn í hálfleik og hefur lagt skóna á hilluna. „Ég átti í útistöðum við einn leikmanna Stenhousemuir og hann gerði grín að geðheilsu minni. Hann sagði að ég hefði átt að gera þetta almennilega í fyrsta skiptið. Einhverjum finnst þetta væntanlega lítið mál en ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ég fæ ekki nógu mikið borgað fyrir það,“ sagði Cox sem var á varamannabekknum í leiknum í gær. „Ef ég hefði verið settur inn á hefði ég sennilega fótbrotið hann. Ég reyndi að ræða við dómarana en þeir sögðust ekkert geta gert þar sem þeir heyrðu ekki neitt. Ég ætla því að gera eitthvað í þessu og það er að hætta. Ég er búinn að fá nóg. Annars held ég áfram að spila, geng í skrokk á einhverjum og verð vondi karlinn.“ Albio Rovers hefur lýst yfir fullum stuðningi við hinn 32 ára Cox. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að ef leikmenn Albion Rovers verið meðvitaðir um hvað var sagt hefðu þeir neitað að fara inn á völlinn í seinni hálfleik í mótmælaskyni. We stand with David Cox. The unforgivable incident that occurred during tonight's match must not be downplayed. David, you have all at Albion Rovers and Scottish football's unconditional support. #MentalHealthMatters— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 This was not a 'throwaway' remark.David has been subjected to abuse numerous times throughout his career.If the team were aware of what was said before restarting after HT, they all agreed they would have walked off the park. #MentalHealthMatters #WeStandWithDavidCox— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 Stenhousemuir hefur beðið skoska knattspyrnusambandið um að rannsaka málið því ásakanirnar séu alvarlegar. Tiffoney hefur farið í tímabundið leyfi frá Stenhousemuir meðan rannsóknin stendur yfir. Hann hafnar sök í málinu. Skoski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira
Atvikið átti sér stað í leik Albion Rovers og Stenhousemuir í skosku D-deildinni í gær. Leikmaður Stenhousemuir, Jonathan Tiffoney, gerði þá grín að sjálfsvígstilraun Cox. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem þetta gerist en í gær fékk Cox nóg. Hann yfirgaf völlinn í hálfleik og hefur lagt skóna á hilluna. „Ég átti í útistöðum við einn leikmanna Stenhousemuir og hann gerði grín að geðheilsu minni. Hann sagði að ég hefði átt að gera þetta almennilega í fyrsta skiptið. Einhverjum finnst þetta væntanlega lítið mál en ég er búinn að fá mig fullsaddan af þessu. Ég fæ ekki nógu mikið borgað fyrir það,“ sagði Cox sem var á varamannabekknum í leiknum í gær. „Ef ég hefði verið settur inn á hefði ég sennilega fótbrotið hann. Ég reyndi að ræða við dómarana en þeir sögðust ekkert geta gert þar sem þeir heyrðu ekki neitt. Ég ætla því að gera eitthvað í þessu og það er að hætta. Ég er búinn að fá nóg. Annars held ég áfram að spila, geng í skrokk á einhverjum og verð vondi karlinn.“ Albio Rovers hefur lýst yfir fullum stuðningi við hinn 32 ára Cox. Í yfirlýsingu frá félaginu kemur fram að ef leikmenn Albion Rovers verið meðvitaðir um hvað var sagt hefðu þeir neitað að fara inn á völlinn í seinni hálfleik í mótmælaskyni. We stand with David Cox. The unforgivable incident that occurred during tonight's match must not be downplayed. David, you have all at Albion Rovers and Scottish football's unconditional support. #MentalHealthMatters— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 This was not a 'throwaway' remark.David has been subjected to abuse numerous times throughout his career.If the team were aware of what was said before restarting after HT, they all agreed they would have walked off the park. #MentalHealthMatters #WeStandWithDavidCox— Albion Rovers FC (@albionrovers) April 29, 2021 Stenhousemuir hefur beðið skoska knattspyrnusambandið um að rannsaka málið því ásakanirnar séu alvarlegar. Tiffoney hefur farið í tímabundið leyfi frá Stenhousemuir meðan rannsóknin stendur yfir. Hann hafnar sök í málinu.
Skoski boltinn Mest lesið Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Enski boltinn „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Íslenski boltinn Dagur Kári sá fyrsti sem kemst í úrslit á HM Sport Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Íslenski boltinn Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Fótbolti Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Fótbolti „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Enski boltinn Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Enski boltinn Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu frábært mark Hákonar sem öskraði samt líka „fokk“ Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Sendi stjórn FH lítt dulda hótun: „Það er bara ein trappa eftir“ Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona Sjáðu ótrúlegt mark Hallgríms frá miðju Potter orðinn þjálfari Svía og stefnir á HM „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ „Fannst slakt að fá skilaboðin í gegnum messenger“ Árni Gautur glímir við erfiðan taugahrörnunarsjúkdóm Uppgjörið: Valur - FH 4-4 | Bráðskemmtilegur átta marka leikur á Hlíðarenda Hákon áfram á skotskónum hjá Lille Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool „Virkilega góður dagur fyrir KA“ „Alls ekki góður leikur en mér er skítsama“ Mbappé mætti og kláraði Getafe Rafael Leao afgreiddi Albert og félaga Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Uppgjörið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Sjá meira