Innlent

Snarpur skjálfti á Hengilssvæðinu fannst vel í höfuðborginni

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hellisheiðarvirkjun er á Hengilssvæðinu.
Hellisheiðarvirkjun er á Hengilssvæðinu. Vísir/Arnar

Jarðskjálfti að stærð 3,8 varð á Hengilssvæðinu, um 2,6 kílómetra suðaustur af Eiturhól við Nesjavallaveg, klukkan 11:38. Jarðskjálftinn fannst á höfuðborgarsvæðinu og víðar.

Bjarki Kaldalón Friis náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir í samtali við Vísi að skjálftinn tengist ekki eldgosinu í Geldingadölum á Reykjanesi. Skjálftahrina hafi verið á Hengilssvæðinu í nótt, um 130 litlir skjálftar hafi mælst.

Skjálftinn skömmu fyrir hádegi hafi verið langstærstur í hrinunni. Nokkuð óvenjulegt sé að svo stórir skjálftar mælist á svæðinu þó að það gerist annað slagið. Ólíklegt sé að skjálftinn tengist jarðborunum, að sögn Bjarka. Þá segir hann engin merki um gosóróa, um sé að ræða jarðskjálftavirkni á flekaskilum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×