Þórður í Skógum er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. apríl 2021 16:43 Þórður Tómasson í Skógum, sem fagnar 100 ára afmæli sínu í dag, 28. apríl 2021. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þórður Tómasson í Skógum undir Eyjafjöllum fagnar 100 ára afmæli í dag. Hann er eldhress og segist ekkert spá í hvað hann sé gamall. Þórður sem hefur gefið út mikið af bókum á nú handrit í þrjár nýjar bækur. Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira
Þórður býr í Skógum með Guðrúnu systur sinni, sem er 90 ára en þau hafa búið í Skógum frá 1959. Systir þeirra, Þóra Sigríður, sem er 97 ára býr á Hvolsvelli og bróður þeirra, Kristinn var 96 ára þegar hann lést 2016. Þórður starfaði lengst af við safnið í Skógum en eftir að hann hætti að vinna þar fór hann að gefa út bækur á fullum krafti, nú síðast fyrir síðustu jól. „Ég var mjög ungur þegar ég byrjaði að skrifa. Upp úr fermingaraldri fór ég að hlusta eftir því sem gamla fólkið sagði mér og fór að skrifa það niður og það leiddi til þess að fyrsta bók mín kom út fyrir rúmum 70 árum, 1949, Eyfellskar sagnir,“ segir Þórður. Þórður er mjög vel á sig komin og kýrskýr í höfðinu. Hann segist ekkert spá í því hvað hann sé gamall. Á föstudaginn verður heiðurssamkoma í Skógum þar sem Þórður fær heiðursskjal fyrir sín störf að viðstöddum forseta Íslands.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hverjar eru mestu breytingarnar sem Þórður hefur upplifað á þessum 100 árum? „Mestu breytingarnar eru þær að ég fæddist inn í samfélag þar sem öll vinnubrögð voru með fornum hætti. Það voru ýmsir bændur farnir að slá með hestasláttuvél en það voru margir, sem áttu bara orf og ljá.“ Þórður segir að eftirminnilegasti dagur sinn í Skógum hafi verið 14. Júní 1998 þegar kirkjan í Skógum var vígð. En hvernig líst honum á að hann sé að verða 100 ára gamall? „Ég leiði hugann ekki að því, ég tek bara hverjum góðum degi með þakklæti, sem við mig kemur og horfi lítt til framtíðar. Ég er mjög þakklátur fyrir það tækifæri, sem lífið gaf mér til þess að vinna að mínum áhugamálum,“ segir afmælisbarnið. Þórður er enn að skrifa bækur. „Já, ég hef verið að skrifa fram að þessu og á tilbúin handrit í kannski tvær, þrjár bækur til prentunar í dag.“ Þórður við eldhúsborðið í Skógum en hann hefur búið á staðnum með Guðrúnu systur sinni frá 1959.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Rangárþing eystra Söfn Tímamót Mest lesið Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Innlent Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Innlent Fleiri fréttir Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Sjá meira