Færa aðstöðuna á vellinum sem er svo gott sem sprungin Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 18:21 Sigurgeir Sigmundsson er yfirlögregluþjónn flugstöðvardeildar lögreglunnar á Suðurnesjum. Vísir/Vilhelm Yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli segir að vel hafi gengið að taka á móti farþegum sem komu hingað til lands í dag, en nýjar reglur á landamærunum hafa nú tekið gildi. Hann segir aðstöðu til að skima og skoða vottorð komufarþega vera sprungna og unnið sé að lausnum. Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Nú þurfa fleiri að fara á sóttkvíarhótel en fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar heilbrigðisráðherra í dag. Fólk sem kemur frá löndum þar sem 14 daga nýgengi kórónuveirunnar á hverja 100.000 íbúa er meira en 700 þarf nú að sæta dvöl á sóttkvíarhóteli. Þá kveður reglugerðin á um bann við ónauðsynlegum ferðum frá skilgreindum hááhættusvæðum. Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild lögreglunnar á Suðurnesjum, sagði í samtali við fréttastofu að vel hefði gengið að taka á móti fyrstu farþegunum eftir að reglurnar tóku gildi. „Það voru mun færri sem fóru á sóttkvíarhótel en við bjuggumst við,“ segir Sigurgeir. Þegar rætt var við hann hafði lítill minnihluti úr hópi yfir hundrað farþega frá Amsterdam farið í rútuna sem ferja átti þá á sóttkvíarhótel. Sigurgeir segir það þó eiga sér eðlilegar útskýringar. „Það eru margir tengifarþegar og stórir hópar eru að koma á rafíþróttamót sem verður í Laugardalshöll og þeir eru með eigin sóttvarnaráðstafanir og aðstöðu sem er búið að undirbúa í allan vetur með Almannavörnum og sóttvarnalækni.“ Svipað kerfi og með fyrri reglugerð Sigurgeir segir að fyrirkomulagið á vellinum nú sé með samskonar hætti og þegar reglugerð heilbrigðisráðherra um skyldudvöl á sóttkvíarhóteli, sem héraðsdómur Reykjavíkur úrskurðaði svo að skorti lagastoð, tók gildi 1. apríl. „Við vitum hvaðan farþegar eru að koma í flugi til okkar en það getur verið erfiðara að komast að því hvar þeir hafa verið áður. Það er það sem við erum helst að glíma við, hvaðan fólk er raunverulega að koma,“ segir Sigurgeir. Hann segir að flókið geti verið að komast að því hvaðan fólk er að koma en flestir farþegar séu þó samvinnufúsir, þó ekki allir. Fólk andmæli því í sumum tilfellum að þurfa að dvelja á sóttkvíarhóteli. Hann segir þá að gremja margra farþega snúi að stuttum fyrirvara reglubreytinga, þannig séu dæmi um að ferðalangar hafi verið lagðir af stað í ferðalög þegar nýjar reglur voru settar. Aðspurður segir Sigurgeir að lögreglan á vellinum beiti ýmsum úrræðum til þess að komast að því hvaðan farþegar séu raunverulega að koma. „Við getum séð það í flugbókunum, beðið fólk um að sýna okkur farseðla og annað og jafnvel beðið fólk um að sýna hótelbókanir og slíkt. Þetta er snúin og tafsöm vinna,“ segir Sigurgeir. Engin vandræði hafa komið upp á vellinum í dag í tengslum við þá vinnu, að sögn Sigurgeirs. Leita nýrra leiða Þá segir Sigurgeir að aðstaðan á vellinum sé svo gott sem sprungin og standi ekki undir þeim önnum sem nú eru á vellinum. „Tafirnar eru alltaf að færast, hvort sem það er skoðun á PCR-vottorðum eða bólusetningarvottorð. Það springur þegar vélarnar frá Bandaríkjunum koma því það eru margir með bólusetningar þaðan. Við erum að vinna í því með ISAVIA, sem rekur flugvöllinn, lögreglan, heilsugæslan og sóttvarnalæknir að flytja þessa aðstöðu til þess að skoða allar þessar tegundir af vottorðum,“ segir Sigurgeir. Hann segist búast við því að þeirri aðstöðu verði komið upp í komusal flugvallarins og mögulega í gámaeiningum fyrir utan flugvöllinn.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira