Lífið

Með tárin í augunum á Húsavík

Stefán Árni Pálsson skrifar
Molly Sandén flutti lagið óaðfinnanlega á Húsavík.
Molly Sandén flutti lagið óaðfinnanlega á Húsavík.

Segja má að Íslendingar hafi hringt inn Óskarsverðlaunin í ár þegar upphitun hátíðarinnar hófst með myndbandi frá Húsavík, þar sem sænska söngkonan Molly Sandén söng lag sitt Husavik - My Hometown með bakröddum úr heimabyggð, stúlknakórnum úr fimmta bekk í Borgarhólsskóla.

Sandén var á Húsavík í nokkra daga áður en atriðið var tekið upp og greindi nokkuð ítarlega frá heimsókn sinni á YouTube.

Sænska söngkonan flaug til landsins með einkaþotu og má segja að Sandén hafi varið spennt fyrir verkefninu og að það hafi verið langþráður draumur að flytja lag á Óskarnum.

„Ég er að fara syngja á Óskarnum. Þetta er svo súrealískt. Það hafa allir verið svo yndislegir hér á Húsavík. Það er ótrúlegt að ég fái tækifæri til að gera þetta,“ segir Molly með tárin í augunum.

Hér að neðan má sjá tvö myndbönd frá ferlinum sem Molly birti á YouTube-síðu sinni.

Hér að neðan má sjá flutninginn sjálfan. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×