„Vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2021 16:31 Bjarni Benediktsson ræddi ástríðuna fyrir stjórnmálum, hvernig fótbolti mótaði hann, óumflýjanlega erfiðleika sem fylgja lífinu og margt fleira í nýju viðtali. 24/7 „Lífið er erfitt og ég nota þetta oft á börnin mín að það sé of mikið að gera í skólanum eða prófið hafi verið ósanngjarnt eða hvað sem það kann að vera,“ segir Bjarni Ben er fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. „Öll þessi dags daglegu vandamál sem fólk er að fást við, það nennir ekki að búa um rúmið sitt áður en það fer út úr húsi og allt sé yfirþyrmandi, þá er oft ágætt að bakka niður í þennan ótrúlega einfalda sannleika; hver var búinn að lofa því að þetta yrði rosalega auðvelt? Þeir sem eru stanslaust að biðja um að þetta verði auðvelt og nenna ekki að hafa fyrir hlutunum og vilja ekki sætta sig við að það að koma yfir sig þaki, byggja upp fjölskyldu, sjá um börnin sín, mæta í vinnunni og sinna verkefnum þar og fara með tilfinninguna að þú hafir ekki skilið ekki allt í óreiðu í vinnunni. Þetta er bara erfitt og það er bara allt í lagi. Bara sætta sig við það að það er svolítið flókið að vera til og það væri líklega ekki gaman af því ef það væri auðvelt. Það er mjög vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi.“ Bjarni er nýjasti viðmælandi Begga Ólafs í hlaðvarpsþættinum 24/7. Í hlaðvarpinu talar Bjarni um að það hafi verið áfall þegar fótboltanum var kippt frá honum þegar hann var einungis 24 ára gamall. „Það breyttist ótrúlega margt hjá mér. Það var ákveðið áfall sem ég gerði aldrei almennilega upp með sjálfum mér. Það opnuðust nýjar dyr og maður hljóp í aðra átt. Löngu löngu seinna þegar ég horfði til baka þá hugsaði ég með mér; heyrðu, það er ekki eins og ég sé með sáttur með að ég hafi verið tekinn út úr því sem ég hafði verið að sinna síðan ég var sex ára. Lífið mitt voru íþróttir allan daginn allt árið. Allt í einu upplifði ég eitthvað móment sem ég hugsa með mér; hrikalega er ég svekktur yfir þessu. Það voru tekin af mér átta eða tíu ár í að vera hraustur og öflugur íþróttamaður. Þetta var vendipunktur í lífinu mínu sem var súr og hafði mikil áhrif.“ Áður hafði hann kannski óskapast yfir of mörgum æfingum á viku en eftir að hann missti þær, áttaði hann sig á því hvað hann saknaði þeirra mikið. Talið barst meðal annars að ráðherrastarfinu, en Bjarni segir að hann sinni því ekki fyrir sex tíma löngu fundina sem hann þarf stundum að sitja. „Hvað heldurðu að fólk hafi oft komið á máli við mig og sagt, Bjarni hvernig nennir þú þessu? Þetta hlýtur að vera alveg ofboðslega leiðinlegt, allt þetta rifrildi, neikvæða fjölmiðlaumfjöllun og löngu fundir og sitja í þinginu og þú veist ekki hvenær þú ferð heim til þín. Hvernig nennir þú þessu? Svarið er, það út af útkomunni. Það sem þetta skilur eftir sig þegar upp er staðið. Þú verður að hafa þolinmæði og þrautseigju til þess að fara í gegnum það sem það kostar. Hvernig nennir þú að fara upp þessa brekku? Því það er svo gaman að standa á tindinum og uppskera útsýnið.“ Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Bjarni um ástríðuna fyrir stjórnmálum, hvernig fótbolti mótaði hann, óumflýjanlega erfiðleika sem fylgja lífinu og margt fleira. Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á Youtube, á Spotify, og helstu hlaðvarpsveitum undir nafninu 24/7 Beggi Ólafs. Alþingi 24/7 með Begga Ólafs Tengdar fréttir „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. 21. apríl 2021 13:31 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Öll þessi dags daglegu vandamál sem fólk er að fást við, það nennir ekki að búa um rúmið sitt áður en það fer út úr húsi og allt sé yfirþyrmandi, þá er oft ágætt að bakka niður í þennan ótrúlega einfalda sannleika; hver var búinn að lofa því að þetta yrði rosalega auðvelt? Þeir sem eru stanslaust að biðja um að þetta verði auðvelt og nenna ekki að hafa fyrir hlutunum og vilja ekki sætta sig við að það að koma yfir sig þaki, byggja upp fjölskyldu, sjá um börnin sín, mæta í vinnunni og sinna verkefnum þar og fara með tilfinninguna að þú hafir ekki skilið ekki allt í óreiðu í vinnunni. Þetta er bara erfitt og það er bara allt í lagi. Bara sætta sig við það að það er svolítið flókið að vera til og það væri líklega ekki gaman af því ef það væri auðvelt. Það er mjög vond uppskrift af hamingju í lífinu að biðja um að það sé allt öðruvísi.“ Bjarni er nýjasti viðmælandi Begga Ólafs í hlaðvarpsþættinum 24/7. Í hlaðvarpinu talar Bjarni um að það hafi verið áfall þegar fótboltanum var kippt frá honum þegar hann var einungis 24 ára gamall. „Það breyttist ótrúlega margt hjá mér. Það var ákveðið áfall sem ég gerði aldrei almennilega upp með sjálfum mér. Það opnuðust nýjar dyr og maður hljóp í aðra átt. Löngu löngu seinna þegar ég horfði til baka þá hugsaði ég með mér; heyrðu, það er ekki eins og ég sé með sáttur með að ég hafi verið tekinn út úr því sem ég hafði verið að sinna síðan ég var sex ára. Lífið mitt voru íþróttir allan daginn allt árið. Allt í einu upplifði ég eitthvað móment sem ég hugsa með mér; hrikalega er ég svekktur yfir þessu. Það voru tekin af mér átta eða tíu ár í að vera hraustur og öflugur íþróttamaður. Þetta var vendipunktur í lífinu mínu sem var súr og hafði mikil áhrif.“ Áður hafði hann kannski óskapast yfir of mörgum æfingum á viku en eftir að hann missti þær, áttaði hann sig á því hvað hann saknaði þeirra mikið. Talið barst meðal annars að ráðherrastarfinu, en Bjarni segir að hann sinni því ekki fyrir sex tíma löngu fundina sem hann þarf stundum að sitja. „Hvað heldurðu að fólk hafi oft komið á máli við mig og sagt, Bjarni hvernig nennir þú þessu? Þetta hlýtur að vera alveg ofboðslega leiðinlegt, allt þetta rifrildi, neikvæða fjölmiðlaumfjöllun og löngu fundir og sitja í þinginu og þú veist ekki hvenær þú ferð heim til þín. Hvernig nennir þú þessu? Svarið er, það út af útkomunni. Það sem þetta skilur eftir sig þegar upp er staðið. Þú verður að hafa þolinmæði og þrautseigju til þess að fara í gegnum það sem það kostar. Hvernig nennir þú að fara upp þessa brekku? Því það er svo gaman að standa á tindinum og uppskera útsýnið.“ Þáttinn í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Í þættinum ræðir Bjarni um ástríðuna fyrir stjórnmálum, hvernig fótbolti mótaði hann, óumflýjanlega erfiðleika sem fylgja lífinu og margt fleira. Þú getur hlustað á þáttinn í heild sinni á Youtube, á Spotify, og helstu hlaðvarpsveitum undir nafninu 24/7 Beggi Ólafs.
Alþingi 24/7 með Begga Ólafs Tengdar fréttir „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. 21. apríl 2021 13:31 „Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00 Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lífið Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
„Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. 21. apríl 2021 13:31
„Ég er með fitufordóma“ „Ég er alveg viss um það að fyrr en síðar þá verði sykur hreinlega bara bannaður,“ segir Crossfit þjálfarinn Evert Víglundsson. 14. apríl 2021 14:00