„Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 21. apríl 2021 13:31 Söngvarinn Friðrik Dór Jónsson ræddi við Begga Ólafs í hlaðvarpinu 24/7. Ábyrgðin sem börn og unglingar bera í dag er rosalega takmörkuð, að mati söngvarans Friðriks Dórs Jónssonar. Sjálfur er hann faðir og telur að á ákveðnum sviðum séum við komin í algjöra þvælu. Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs. Börn og uppeldi Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Hundar í sokkabuxum Harmageddon Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Friðrik Dór er nýjasti viðmælandi hlaðvarps Begga Ólafs, 24/7. Í viðtalinu talar hann um að foreldrar séu að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum. „Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkum sem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gera sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Kennarar mega ekkert Að hans mati er mikið að í kerfinu hjá okkur núna. Nefnir hann kennara sem dæmi. „Þú ert með fullt herbergi á krökkum og þú mátt ekkert gera. Þú mátt ekki vísa barni út úr tíma lengur ekki nema þú sért búinn að tryggja einhvern fylgdarmann því að börn megi ekki vera ein. Það má ekki hækka róminn. Mátt ekki taka síma af krakka því þá ertu að brjóta á frelsi barnsins. Mér finnst við vera kominn upp í algjöra þvælu,“ segir Friðrik Dór meðal annars í þættinum. „Ábyrgðin sem börn og unglinga bera er orðin rosa takmörkuð. Breytingin sem ég er ósammála er sú að í gamla daga ef ég og þú værum að drulla á okkur í skólanum og við erum sendir til skólastjórann svo berst það til eyrna foreldra okkar þá hefðum við verið skammaðir. Af hverju varst þú að gera þetta svona? Auðvitað varstu rekinn úr tíma. En í dag, mundu margir foreldrar fara í kennarann; bíddu hvað varst þú að gera. Það er verið að ala upp ábyrgðarleysi í krökkumsem hefur ekki með neitt annað að gera en ábyrgðarleysi foreldra á því að taka á börnunum sínum, þá er ég ekki að tala um líkamlega heldur taka á hegðunarvanda eða vera ekki að varpa vandanum á umsjónaraðila. Þau eru ekki þarna til að ala upp krakkann þinn. Kennarinn á ekki að ala upp krakkann þinn. Þú átt að gerð sjálf. Það er þetta sem fer rosalega í taugarnar á mér.“ Þaggað niður í börnum Einnig nefnir hann að það séu einhverjir sem vilji alls ekki segja nei við börnin sín. „Pældu í því. Ef það er eitthvað sem ég leyfi mér að dæma í þessu lífi þá er það það. Það er algjörlega galin nálgun að það megi ekki segja nei. Það er rosalega mikið af fólki sem er að fría sig frá veseni. Fólk keyrir til Akureyrar og krakkinn er í iPad alla leið. Til hvers er það? Er það ekki bara af því að þú vilt fá frið meðan þú keyrir til Akureyrar. Það er verið að þagga niður í börnum með því að rétta þeim iPad.” Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Umræðan um börnin byrjar eftir klukkutíma og átján mínútur. Í þættinum ræðir Friðrik einnig um sköpunarferlið bak við tónlistina, að kyngja stoltinu, þroska, tilfinningar, ábyrgðarleysi í uppeldi, listina að grípa sig við andlegt niðurrif og margt fleira. Einnig talar hann um fótboltann og allt það sem hann væri til í að segja ungum strákum í fótbolta. Þú getur hlustað á 24/7 á Spotify, podcast appinu og helstu hlaðvarpsveitum. Ásamt því getur þú horft á þættina á Youtube og fundið stuttar klippur á instagramminu hans Begga: @beggiolafs.
Börn og uppeldi Mest lesið Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið Omam gerir góðverk Lífið Skilar ánægðara starfsfólki Menning Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Lífið Tónlistarmyndband ársins Bíó og sjónvarp Hundar í sokkabuxum Harmageddon Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Lífið Fleiri fréttir Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“