Lífið

Stoltir Húsvíkingar sáu á eftir Óskarsverðlaunum

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell.
Rachel McAdams í hlutverki íslensku söngkonunnar Sigrit Ericksdottir. Í bakgrunni má sjá hinn helming húsvíska tvíeykisins Fire Saga, Lars Ericksong. Hann er leikinn af Will Ferrell. John Wilson/Netflix

Húsvíkingar geta gengið sáttir frá borði þótt lagið Husavik úr Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga hafi ekki unnið verðlaun fyrir besta lagið á Óskarsverðlaunahátíðinni í kvöld. Lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah hlaut verðlaunin.

Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík birtust fyrir augum líklega milljóna sjónvarpsáhorfenda um allan heim og sungu Husavik með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem spilað var í aðdraganda verðlaunahátíðarinnar.

Myndbandið var tekið á dögunum við höfnina í Húsavík þar sem stúlkurnar efnilegu klæddust fallegum lopapeysum og sungu afar fallega. 

Í myndinni sjálfri var það hins vegar Rachel McAdams sem „söng“ lagið í kvikmyndinni sem skotin var að hluta á Húsavík. Fjölmargir íslenskir leikarar fóru með aukahlutverk í myndinni og bregður fyrir í myndbandinu að neðan.

Það var lagið Fight for you úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah sem stóð uppi sem sigurvegari á Óskarsverðlaunahátíðinni sjálfri.

Lögin sem tilnefnd voru í keppninni voru:

  • Fight for you, úr kvikmyndinni Judas and the Black Messiah. Tónlistina sömdu H.E.R. og Dernst Emile II en textana H.E.R. og Tiara Thomas.
  • Hear my voice, úr kvikmyndinni The Trial of the Chicago 7. Daniel Pemberton samdi lagið og nauð aðstoðar Celeste Waite með textasmíð.
  • Husavik úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Savan Kotecha, Fat Max Gsus og Rickard Göransson sömdu lag og texta.
  • Io Sí (SEEN) úr kvikmyndinni The Life Ahead (La Vita Davanti a Se). Diane Warren samdi tónlistina og naut aðstoðar Lauru Pausini með textasmíð.
  • Speak Now úr kvikmyndinni One Night in Miami... Tónlistina sömdu Leslie Odom, Jr. og Sam Ashworth.

Fréttin verður uppfærð.


Tengdar fréttir

Stúlkna­kór á Húsa­vík syngur í at­riði á Óskars­verð­launa­há­tíðinni

Sautján stúlkur í fimmta bekk í Borgarhólsskóla á Húsavík munu syngja með sænsku söngkonunni Molly Sandén í tónlistarmyndbandi sem sýnt verður á Óskarsverðlaunahátíðinni í lok apríl. Líkt og kunnugt er hefur lagið Husavik – My home town úr kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story og Fire Saga verið tilnefnt til Óskarsverðlauna.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.