Gríðarleg gleði og stemning á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 7. apríl 2021 15:24 Hótelstjórinn og Eurovisionaðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson lýsir mikilli stemningu bæjarbúa á Húsavík í kjölfar Óskarstilnefningar lagsins Húsavík. Stöð 2 „Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar,“ segir Örylgur Hnefill Örygsson hótelstjóri á Húsavík í viðtali við Ísland í dag. Lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. Lagið er lokalag myndarinnar Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem svo eftirminnilega var tekin upp að stórum hluta í bænum Húsavík. Í viðtali við Ísland í dag segir Örlygur Hnefill að bæjarbúar hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu gríðarmikil áhrif kvikmyndin myndi hafa. Húsvíkingar hafa nú farið í herferð með laginu Húsavík og vonast þeir að sjálfsögðu til þess að fá Óskarinn heim. „Ævintýrið byrjaði fyrir einu ári síðan þegar Netflix byrjaði að skoða aðstæður fyrir kvikmyndatökur. Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar.“ Þó svo að heimsfaraldurinn hafi sett stórt strik í ferðamannaiðnaðinn síðasta sumar, segir Örlygur að Íslendingar hafi fjölmennt í bæinn svo að Húsvíkingar hafi síður en svo fundið fyrir minnkuðum ferðamannastraumi. Hann segir Íslendinga flesta hafa haft gaman af myndinni sem hafi kveikt áhuga þeirra á bænum. Aðspurður hvort Húsvíkingar hafi móðgast yfir því hvernig mynd hafi verið dregin upp af þeim í myndinni hlær Örlygur og segi svo ekki vera. Við höfðum bara ótrúlega gaman af þessu. Menn verða að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Í kjölfar myndarinnar segir hann greinilegt að Húsavík, þessi litli bær á Íslandi, sé kominn rækilega á heimskortið. Eurovisionheimurinn sé gríðarstór og samfélagið í kringum það teygi sig langt út fyrir Evrópu. „Við höfum fengið pósta frá fólki í Ástralíu sem sendir okkur línu bara til þess að segja okkur að því langi til að koma til Húsavíkur. Fólk er að gúggla á fullu - Is Húsavík a real town? Það svo sem alveg rökrétt því fólk veit ekkert um þennan stað og heldur kannski að þetta sé einhver tilbúningur í Hollywood. En þegar það finnur okkur sýnir það áhuga sinn á því að koma.“ Þessa dagana er Örlygur í óða önn að búa til Eurovisionsafn í gömlu fiskverkshúsi sem er staðsett við hliðina á hóteli bæjarins. Á safninu mun vera hægt að skoða sögu Íslands í Eurovision þar sem meðal annars verður hægt að sjá ýmiskonar Eurovisionfatnað eins og jakkann hans Eyva sem hann klæddist þegar hann söng lagið um hana Nínu. Söngglaðir gestir muni geta spreytt sig í karókí hluta úr degi og svo verður að sjálfsögðu spiluð Eurovison tónlist á staðnum ásamt tónleikum og ýmiskonar viðburðum. Örlygur segir bæjarbúa búast við miklum ferðamannastraumi í bæinn í sumar en á Húsavík eru tvö hótel og nokkur gistiheimili. „Ég er búinn að vinna í fjórtán ár í túristabransanum og það er yndislegt að taka á móti fólki alls staðar að úr heiminum en síðasta sumar þá var þetta alveg sérstök tilfinning. Íslendingar voru kannski að uppgötva landið sitt svolítið upp á nýtt. Það var svo mikil gleði. Eftir sumarið hugsaði ég að þetta væri skemmtilegasta sumarið af þessum fjórtán. Ég held að við séum að stefna í annað svona sumar.“ Innslagið í heild sinni er hægt að finna hér fyrir neðan. Ísland í dag Eurovision Ferðamennska á Íslandi Óskarinn Norðurþing Tengdar fréttir Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 16. mars 2021 13:32 Good Morning America fjallar um myndband Húsvíkinga Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar. 10. mars 2021 14:31 Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. Lagið er lokalag myndarinnar Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga sem svo eftirminnilega var tekin upp að stórum hluta í bænum Húsavík. Í viðtali við Ísland í dag segir Örlygur Hnefill að bæjarbúar hafi ekki gert sér grein fyrir því hversu gríðarmikil áhrif kvikmyndin myndi hafa. Húsvíkingar hafa nú farið í herferð með laginu Húsavík og vonast þeir að sjálfsögðu til þess að fá Óskarinn heim. „Ævintýrið byrjaði fyrir einu ári síðan þegar Netflix byrjaði að skoða aðstæður fyrir kvikmyndatökur. Við náttúrulega áttuðum okkur ekki á því þá að þetta ætti eftir að spila svona rosalega stóran þátt í okkar uppbyggingu til framtíðar.“ Þó svo að heimsfaraldurinn hafi sett stórt strik í ferðamannaiðnaðinn síðasta sumar, segir Örlygur að Íslendingar hafi fjölmennt í bæinn svo að Húsvíkingar hafi síður en svo fundið fyrir minnkuðum ferðamannastraumi. Hann segir Íslendinga flesta hafa haft gaman af myndinni sem hafi kveikt áhuga þeirra á bænum. Aðspurður hvort Húsvíkingar hafi móðgast yfir því hvernig mynd hafi verið dregin upp af þeim í myndinni hlær Örlygur og segi svo ekki vera. Við höfðum bara ótrúlega gaman af þessu. Menn verða að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Í kjölfar myndarinnar segir hann greinilegt að Húsavík, þessi litli bær á Íslandi, sé kominn rækilega á heimskortið. Eurovisionheimurinn sé gríðarstór og samfélagið í kringum það teygi sig langt út fyrir Evrópu. „Við höfum fengið pósta frá fólki í Ástralíu sem sendir okkur línu bara til þess að segja okkur að því langi til að koma til Húsavíkur. Fólk er að gúggla á fullu - Is Húsavík a real town? Það svo sem alveg rökrétt því fólk veit ekkert um þennan stað og heldur kannski að þetta sé einhver tilbúningur í Hollywood. En þegar það finnur okkur sýnir það áhuga sinn á því að koma.“ Þessa dagana er Örlygur í óða önn að búa til Eurovisionsafn í gömlu fiskverkshúsi sem er staðsett við hliðina á hóteli bæjarins. Á safninu mun vera hægt að skoða sögu Íslands í Eurovision þar sem meðal annars verður hægt að sjá ýmiskonar Eurovisionfatnað eins og jakkann hans Eyva sem hann klæddist þegar hann söng lagið um hana Nínu. Söngglaðir gestir muni geta spreytt sig í karókí hluta úr degi og svo verður að sjálfsögðu spiluð Eurovison tónlist á staðnum ásamt tónleikum og ýmiskonar viðburðum. Örlygur segir bæjarbúa búast við miklum ferðamannastraumi í bæinn í sumar en á Húsavík eru tvö hótel og nokkur gistiheimili. „Ég er búinn að vinna í fjórtán ár í túristabransanum og það er yndislegt að taka á móti fólki alls staðar að úr heiminum en síðasta sumar þá var þetta alveg sérstök tilfinning. Íslendingar voru kannski að uppgötva landið sitt svolítið upp á nýtt. Það var svo mikil gleði. Eftir sumarið hugsaði ég að þetta væri skemmtilegasta sumarið af þessum fjórtán. Ég held að við séum að stefna í annað svona sumar.“ Innslagið í heild sinni er hægt að finna hér fyrir neðan.
Ísland í dag Eurovision Ferðamennska á Íslandi Óskarinn Norðurþing Tengdar fréttir Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 16. mars 2021 13:32 Good Morning America fjallar um myndband Húsvíkinga Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar. 10. mars 2021 14:31 Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53 Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Fleiri fréttir Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Sjá meira
Hrífandi flutningur á Húsavík í söngvakeppni í Suður-Kóreu Lagið Húsavík var flutt í nýjustu þáttaröðinni af söngvakeppninni Phantom Singer: All Star í Suður-Kóreu. Fjórir keppendur áttu þar dramatískan flutning á laginu, sem finna má í kvikmyndinni Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. 16. mars 2021 13:32
Good Morning America fjallar um myndband Húsvíkinga Sannkallað Eurovisionæði hefur verið á Húsavík frá því að kvikmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga kom út síðasta sumar. 10. mars 2021 14:31
Húsavík tilnefnt til Óskarsins Nú fyrir stundu varð það ljóst að lagið Húsavík er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokknum besta frumsamda lagið í kvikmynd. 15. mars 2021 12:53
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning