Segir plokkdaginn efla umhverfisvitund landsmanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. apríl 2021 12:23 Umhverfisráðherra, forseti Íslands og krakkar úr Laugardal hófu plokkdaginn mikla í morgun. Mummi Lú Stóri plokkdagurinn er í dag þar sem fólk um allt land kemur saman og stuðlar að hreinna umhverfi. Dagurinn er sérstaklega vinsæll hjá fjölskyldum. Einar Bárðarson, einn af upphafsmönnum Plokks á Íslandi, líkir plokkkdeginum við einn af vorboðunum. „Stóri plokkdagurinn er núna haldinn í fjórða árið í röð, við byrjuðum á þessu 2018 og var grasrótarhópur sem hefur áhuga á umhverfinu og kannski hreinleika í umhverfinu. Hann verður bara stærri og stærri með hverju árinu og þrátt fyrir veiru og vandamál henni tengd þá er þetta svona einstaklings- og fjölskylduíþrótt ef það mætti kalla það,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Dagurinn byrjaði í Laugardalnum þar sem stjórnmálamenn og börn hófu daginn á plokki. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, plokkar rusl í Laugardalnum.Mummi Lú „Dagurinn byrjaði mjög vel hérna niðri í Laugardal með stúlkum ungum sem stofnuðu náttúruklúbb í Laugardalnum fyrir tveimur vikum hafa verið duglegar að plokka. Okkur þótti tilvalið að leiða saman þessa glaðlyndu og duglegu æsku við forseta landsins, umhverfisráðherra og þá sem standa í stafni umhverfismála í borginni,“ segir Einar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt ungum stúlkum úr náttúruklúbbi Laugardals.Mummi Lú Árangurinn af plokkinu er mikill. „Við erum í samstarfi við mjög mörg sveitarfélög um allt land sem hafa haldið utan um þessar tölur fyrir okkur. Þegar við nálgumst sveitarfélögin þá er ofboðslega mikill áhugi og þetta er talið í tonnum bara í efri byggðum Reykjavíkur.“ „Það sama má segja um Reykjanesbæ og fleiri svæði. Þetta er talið í tonnum í hverju sveitarfélagi,“ segir Einar. „Með hverjum plokkdeginum, ár frá ári, þá finnst mér umhverfisvitund landsmanna eflast. Það er ekki minni þáttur en sjálft plokkið hjá einstaklingunum,“ segir Einar. Plokkið hófst með látum í morgun.Mummi Lú Krakkar í náttúruklúbbnum í Laugardal settu plokkdaginn í morgun.Mummi Lú Ungir og aldnir geta plokkað.Mummi Lú Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Einar Bárðarson, einn af upphafsmönnum Plokks á Íslandi, líkir plokkkdeginum við einn af vorboðunum. „Stóri plokkdagurinn er núna haldinn í fjórða árið í röð, við byrjuðum á þessu 2018 og var grasrótarhópur sem hefur áhuga á umhverfinu og kannski hreinleika í umhverfinu. Hann verður bara stærri og stærri með hverju árinu og þrátt fyrir veiru og vandamál henni tengd þá er þetta svona einstaklings- og fjölskylduíþrótt ef það mætti kalla það,“ segir Einar í samtali við fréttastofu. Dagurinn byrjaði í Laugardalnum þar sem stjórnmálamenn og börn hófu daginn á plokki. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfisráðherra, plokkar rusl í Laugardalnum.Mummi Lú „Dagurinn byrjaði mjög vel hérna niðri í Laugardal með stúlkum ungum sem stofnuðu náttúruklúbb í Laugardalnum fyrir tveimur vikum hafa verið duglegar að plokka. Okkur þótti tilvalið að leiða saman þessa glaðlyndu og duglegu æsku við forseta landsins, umhverfisráðherra og þá sem standa í stafni umhverfismála í borginni,“ segir Einar. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt ungum stúlkum úr náttúruklúbbi Laugardals.Mummi Lú Árangurinn af plokkinu er mikill. „Við erum í samstarfi við mjög mörg sveitarfélög um allt land sem hafa haldið utan um þessar tölur fyrir okkur. Þegar við nálgumst sveitarfélögin þá er ofboðslega mikill áhugi og þetta er talið í tonnum bara í efri byggðum Reykjavíkur.“ „Það sama má segja um Reykjanesbæ og fleiri svæði. Þetta er talið í tonnum í hverju sveitarfélagi,“ segir Einar. „Með hverjum plokkdeginum, ár frá ári, þá finnst mér umhverfisvitund landsmanna eflast. Það er ekki minni þáttur en sjálft plokkið hjá einstaklingunum,“ segir Einar. Plokkið hófst með látum í morgun.Mummi Lú Krakkar í náttúruklúbbnum í Laugardal settu plokkdaginn í morgun.Mummi Lú Ungir og aldnir geta plokkað.Mummi Lú
Umhverfismál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira