Menning

RAX Augnablik: „Ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Sólmyrkvi.
Sólmyrkvi. RAX

„Þetta var taugatrekkjandi augnablik að fara í,“ segir Ragnar Axelsson um sólmyrkvann sem varð nokkrum dögum fyrir leiðtogafundurinn í Höfða.

Sólmyrkvinn 3. október 1986 var einstakur að því leyti að hann var á mörkum almyrkva og hringmyrkva.

„Eini staðurinn til að sjá hann var á milli Íslands og Grænlands.“

Ekki nóg með það, þá þurfti að fljúga flugvél alveg upp í 37 þúsund fet, hærra en þær fljúga venjulega, svo hægt væri að ná mynd af sólmyrkvanum. 

„Hringmyrkvinn varir í fjórar sekúndur,“ segir ljósmyndarinn um ástæðu þess að hann var á taugum yfir verkefninu. Hann fór í þotuflugi og fylgdi leiðbeiningum frá Þorsteini Guðmundssyni vísindamanni sem hafði gert mikla útreikninga um staðsetningar varðandi þennan sólmyrkva.

„Þetta var svo óraunverulegt, að sjá hvernig skugginn byrjar að koma yfir skýin.“

Hann lýsir þessu eins og að vera úti í geimnum. RAX var með linsuvél og sérstakan filter til þess að reyna að festa sólmyrkvann á mynd úr háloftunum. Svo þurfti að passa að vera ekki búinn að klára filmuna þegar augnablikið kæmi.

„Það er svo dimmt að ég verð að vera á mjög lágum hraða og á þessum litla hraða á eiginlega ekki að vera hægt annað en að hreyfa myndina. Þannig að ég var skíthræddur við að ná þessu alls ekki.“

Frásögnina má heyra í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. 

Klippa: RAX Augnablik - Þegar slökknaði á sólinni

Nokkrum dögum eftir þennan merkilega sólmyrkva fór leiðtogafundurinn fram í Höfða. RAX hefur sagt frá þeim viðburði í tveimur þáttum af RAX Augnablik og má sjá þá hér fyrir neðan. 

Á leiðtogafundinum í Höfða árið 1986 var Ragnar Axelsson ljósmyndari í hópi fjölmiðlafólksins á staðnum. Hann tók þar eftirminnilegar myndir af Mikhail Gorbachev, leiðtoga Sovétríkjanna og Ronald Reagan, forseta Bandarikjanna.

Ljósmyndarinn var líka á staðnum til þess að ná myndum af því þegar Vigdís Finnbogadóttir og Ronald Reagan Bandaríkjaforseti hittust. Vel fór á með þeim og náði Ragnar ógleymanlegum myndum.


Í þáttunum RAX AUGNABLIK segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson sögurnar á bak við margar af sínum þekktustu myndum. Ragnar hefur starfað á vettvangi í meira en fjörutíu ár og eru sögurnar hans ævintýralegar. Nýr þáttur kemur út á hverjum sunnudegi hér á Vísi og á Stöð 2+. 

Hægt er að sjá alla þættina HÉR á Vísi.


Tengdar fréttir

RAX Augnablik: „Tomas er farinn heim“

„Færeyjar eru alltaf sjarmerandi, það er einn af mínum uppáhalds stöðum og þar er eitthvert besta fólk í heiminum,“ segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.