Styttri vinnutími í kirkjugörðum dauðans alvara Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 16:26 Í kirkjugörðum Reykjavíkur eru starfsmenn héðan í frá í fríi eftir hádegi á föstudögum. Þetta kemur að sögn útfararstjóra svo mikið niður á þjónustunni þá daga, að fólk neyðist til að jarða á öðrum tíma vikunnar. Vísir/Vilhelm Stytting vinnuvikunnar hjá Reykjavíkurborg er ekki fórnarlambslaus glæpur. Megn óánægja hefur grafið um sig hjá útfararstjórum borgarinnar með Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæmanna, sem hafa að sögn útfararstjóra nánast skrúfað fyrir greftranir á vinsælasta útfarardegi vikunnar. Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar. Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira
Þar sem vinnuvika starfsfólks kirkjugarðanna í Reykjavík er nú um fjórum tímum styttri, er allt steindautt á þeim bænum eftir hádegi á föstudögum. Enginn er jarðaður. Útfarir eldsnemma á morgnana eru síðan ekki fýsilegur kostur að mati margra, þannig að Sverrir Einarsson útfararstjóri lítur svo á að föstudagar séu í raun og veru fallnir út sem útfarardagar. Sverrir Einarsson hefur starfað við útfararþjónustu frá 1979 og er eigandi Útfararstofu Íslands.Útfararstofa Íslands Þar með missa ýmsir í hans geira spón úr aski sínum en enn fremur bitnar skerðing á þjónustu á aðstandendum, segir Sverrir. Það er auðvitað grafalvarlegt mál. „Það hefur verið gríðarlega mikil óánægja bæði hjá aðstandendum og prestum, sem hafa verið mjög ósáttir. Við höfum lent í tómu veseni með þetta og kollegar mínir hafa sagt mér að þetta sé ekki þægilegt,“ segir Sverrir í samtali við Vísi. Vilji fólk halda útför á föstudegi verður hún nú að hefjast klukkan 10 um morgun til að greftrunin rúmist innan vinnutímans í kirkjugarðinum. Þar með þarf kistulagning að eiga sér stað um níuleytið ef allt á að ganga upp. „Þetta er mjög bagalegt,“ segir útfararstjórinn og útskýrir að vinsælasti jarðarfaratími vikunnar hafi hingað til verið á milli eitt og þrjú á föstudögum. Þetta er „einkennileg ráðstöfun“ að mati Sverris og hún veldur því að álagið verður þeim mun meira á öðrum dögum. „Fólkið heldur áfram að deyja og það þarf áfram að jarða það,“ segir útfararstjórinn. Telur að góð sátt ríki Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma, segir að komið hafi verið til móts við fólk með því að leyfa greftranir klukkan 10. Upphaflega stóð það ekki til. Hann telur að það sleppi að hafa kistulagninguna þá klukkan hálftíu enda vari hún sjaldnast lengur en í rúmt korter. Þórsteinn Ragnarsson, forstjóri kirkjugarða Reykjavíkurprófastdæmis.Vísir/Baldur „Starfsmenn vinna nú til 12 á föstudögum eftir að ákvörðun var tekin um að stytta vinnudaginn þá. Ég held að það sé góð sátt um þetta svona. Ég heyri ekki annað,“ segir Þórsteinn. Á forræði hans eru kirkjugarðarnir í Fossvogi, Gufunesi, Kópavogi og Hólavallagarður. Vinnutímabreytingin hefur aðeins áhrif á jarðarfarir, en ekki bálfarir. Þegar kistan er brennd kveðja aðstandendur hinn látna í kirkjunni og bálförin er jafnan haldin síðar. Lífskjarasamningurinn, sem var undirritaður vorið 2019, kvað á um styttingu vinnuvikunnar hjá ákveðnum hópum. Víða gátu starfsmenn samið í krafti hans um styttingu um fjórar klukkustundir í viku og er útfærslan ærið misjöfn eftir vinnustöðum. Enn er unnið að því að innleiða breytingarnar.
Kirkjugarðar Reykjavík Stytting vinnuvikunnar Vinnumarkaður Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Fleiri fréttir Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Sjá meira