„Þetta var alveg svakalega mikið högg“ Stefán Árni Pálsson skrifar 23. apríl 2021 15:32 Anna Fríða Gísladóttir vinnur í dag sem markaðsstjóri BioEffect en var orðin markaðsstjóri Dominos á Íslandi 24 ára. @saga sig Anna Fríða Gísladóttir starfar í dag sem markaðsstjóri og er hún nýjasti gestur Snæbjörns Ragnarssonar í hlaðvarpinu Snæbjörn talar við fólk. Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni. Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira
Hún er metnaðarfull, lífsglöð, ákveðin og skelegg og vill veita góða þjónustu og hikar ekki við að taka þátt í öllu starfi sinnar deildar. Suma daga þýðir það að rífa upp tommustokkinn og mæla pizzustærð af natni, þann næsta er það lífefnafræði. Anna Fríða er reynslumeiri en flestir á hennar aldri í geiranum, en hún stökk í djúpu laugina þegar hún varð markaðsstjóri hjá Dominos einungis 24 ára að aldri. Þá kom sér vel að hafa óbilandi trú á sjálfri sér. Enn þann dag í dag veit Anna ekki hvað hún ætlar að verða þegar hún verður stór og nýtur þess að sjá hvað lífið, þessi stóra röð tilviljana, færir henni næst. Í dag starfar hún sem markaðstjóri BioEffect þar sem hún er að vinna að alþjóðamarkaðssetningu. Hér að neðan má hlusta á brot úr þættinum. Klippa: Snæbjörn talar við fólk - Anna Fríða Gísladóttir Faðir Önnu var bráðkvaddur þegar hún var átján ára og hún telur að það hafi haft mikil áhrif á það hvernig hún lítur á tilveruna. „Þetta var alvega svakalega mikið högg og það sem situr alltaf mest hjá manni og er eiginlega erfiðast eru ekki endilega að hugsa um stundirnar sem við áttum saman heldur frekar stundirnar sem verða ekki,“ segir Anna Fríða og heldur áfram. „Þarna er ég í Versló og ég er allt önnur manneskja í dag. Við eigum í raun miklu meira sameiginlegt í dag. Ég er alin upp af yndislegri móður en vissulega hafði þetta áhrif. Lífið er stutt og maður veit aldrei. Það er svo ógeðslega ófyrirsjáanlegt hvað gerist og það er eitthvað sem maður verður að hafa í huga. Eins og með vinnu, ef það er leiðinlegt í vinnunni þinni þá þarft þú að fara gera eitthvað annað. Ef þú ert í óhamingjusömu sambandi þarft þú að fara huga að því, annaðhvort að laga það eða hættir.“ Hún segir að það sé alltaf erfitt að missa einhvern nákominn en það sé vissulega misjafnt. „Ég hef misst ömmur og afa sem voru bara orðin gömul og þá hugsar maður bara fallega til þeirra. Þá er sorgin aðeins öðruvísi.“ Hér að neðan má hlusta á þáttinn í heild sinni.
Snæbjörn talar við fólk Auglýsinga- og markaðsmál Mest lesið Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón Lífið „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Lífið Terence Stamp látinn Bíó og sjónvarp Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Breyta merki Eurovision Tíska og hönnun Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Annie Mist á von á þriðja barninu Lífið Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir Lífið Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta leikkona landsins á lausu Saga Matthildur orðin tveggja barna móðir WikiLeaks og aðför stórvelda: Uppljóstrun aldarinnar undirbúin í Reykjavík Bryndís Haralds amman og Gunni Helga afinn Annie Mist á von á þriðja barninu Stjörnulífið: Skúli og Gríma orðin hjón „Ég hef verið mikill kvíðasjúklingur alveg síðan ég var barn“ Maðurinn sem Pink Floyd kveikti í er látinn Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Forsetahjónin létu sig ekki vanta Uppskrift að hinu fullkomna vinkonukvöldi Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Þorsteinn og Rós orðin hjón Fagna aldarfjórðungsafmæli Ylstrandarinnar á morgun Björn Bragi, Jón Jónsson og Anna Svava í handritsteymi Áramótaskaupsins Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Ársgömul færsla á Reddit kveikjan að samstarfinu Bieber fékk sér smók í Skagafirði Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Cruise afþakkaði boð Trump Tekur á „að fara stöðugt á þennan dimma stað“ „Það var aldrei uppgjöf í hans huga, alltaf jákvæðni“ Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Sjá meira