Innlent

Spólandi ölvaður á Bessastöðum og farþeginn myndaði gjörninginn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Atvikið átti sér stað við Bessastaðastofu.
Atvikið átti sér stað við Bessastaðastofu. Vísir/Vilhelm

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í gærkvöldi afskipti af ökumanni bifreiðar sem lék sér að því að spóla á bílastæðum við Bessastaðastofu. Samkvæmt lögreglu mátti ítrekað litlu muna að ökumaðurinn velti bifreiðinni með athæfi sínu.

Farþegi í bifreiðinni stóð fyrir utan og myndaði félagann.

Ökumaðurinn var handtekinn og er grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus að lokinni upplýsinga- og sýnatöku.

Um kl. 21 var tilkynnt um innbrot og þjófnað í geymslu íbúðarhúsnæðis í miðbænum en ekki tiltekið hverju var stolið. Þá var maður handtekinn í póstnúmeri 105, grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×