Innlent

Sóttvarnalæknir kominn að borðinu

Snorri Másson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar fyrsta samkomubannið var boðað hé á landi 13. mars 2020.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra, þegar fyrsta samkomubannið var boðað hé á landi 13. mars 2020. Vísir/Vilhelm

Frumvarp um skylduvist farþega frá útlöndum í sóttvarnahúsi tók miklum breytingum á næturfundi á Alþingi. Ráðherra fær nú umboð til að skilgreina áhættusvæði að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, ólíkt hugmyndum sem ríkisstjórnin kynnti fyrr í vikunni.

Frumvarpið var samþykkt á Alþingi á fimmta tímanum í nótt. Frumvarpið var samþykkt með 28 atkvæðum gegn tveimur, 22 greiddu ekki atkvæði og 11 voru fjarverandi.

Fyrstu drög frumvarpsins gerðu ekki ráð fyrir aðkomu sóttvarnalæknis við mat á hááhættusvæðum. Frumvarpið tók hins vegar breytingum í meðförum þingsins í nótt þannig að heilbrigðisráðherra er nú heimilt, að fenginni tillögu sóttvarnalæknis, að skylda ferðamenn til að dvelja í sóttkví eða einangrun í sóttvarnahúsi, komi hann frá á hááhættusvæði.

Að baki breytingartillögu sem kvað á um þetta stóðu stjórnarþingmennirnir Ólafur Þór Gunnarsson og Steinum Þóra Árnadóttir, Vinstri grænum, Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokki og Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokki.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að lagabreytingin sé stórt og gott skref í rétta átt við að verjast faraldrinum.

Í fyrstu kynningu ríkisstjórnarinnar var gert gert ráð skyldudvöl í sóttvarnahúsi ef fólk kæmi frá landi þar sem nýgengi smita er 1000 á hverja 100 þúsund íbúa. Þá tölu er hvergi að finna í lögunum sem hafa verið samþykkt en vísað til mats sóttvarnalæknis. Hann segir ekki búið að móta hve hátt nýgengið þarf að vera við mat á áhættu.


Tengdar fréttir

Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×